AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hækkað verð orlofsíbúða í Reykjavík

Verð á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags hefur verið hækkað um ca 9% að meðaltali. Þrátt fyrir þessa hækkun - er leiguverð enn lægra en það var 2009 en félagið hefur ekki hækkað leigu síðan þá. Á tímabilinu voru þrif hins vegar sett inn í íbúðum í Reykjavík og eru innifalin í leiguverði. Tvö nýmæli eru einnig í verðskrá félagsins nú - í fyrsta lagi eru íbúðir verðlagðar eftir stærð - þ.e. 4ja herbergja íbúðir eru dýrari til leigu en 2ja herbergja og eins er leiguverð ekki endilega látið standa á heilu þúsundi eins og verið hefur.

Ástæða fyrir mismunandi verði íbúða er að reynt verður að beina notendum í þá íbúðastærð sem þeir þurfa - þannig að t.d. 4ra herbergja íbúðir verði þá lausar fyrir stærri fjölskyldur en skortur hefur verið á stærri íbúðum.  Verðlagning í heilum þúsundum er arfleifð frá þeim tíma sem félagsmenn komu á skrifstofur félagsins og greiddu með reiðufé. Í dag eru nánast allar leigur greiddar ýmist í heimabanka félagsmanns eða með korti á vef félagsins. Það þarf því ekki að standa á heilum þúsundum vegna skiptimyntar. En það hefur skapað óánægju að meðan verðlagt var í heilum þúsundum - voru hækkanir miklar þegar þær komu. Stefnt er að því að halda verði íbúðanna stöðugu og í samræmi við verðlagsþróun á næstunni.

Hækkun þessi tengist ekki fjárfestingum félagsins í Stakkholti - heldur var hún samþykkt upphaflega snemma árs 2013. Félagið frestaði hækkunum hins vegar til að sýna samstöðu í baráttu fyrir stöðugleika og gegn verðhækkunum.  Hallarekstur íbúðanna hefur hins vegar aukist í ár og til að rekstur íbúðanna komi ekki niður á öðrum þáttum í starfssemi orlofssjóðs er nauðsynlegt að leiguverð taki mið af almennri verðlagsþróun. Eins og áður segir nægir þessi hækkun ekki til að halda óbreyttu raunverði og var 2009. Engu að síður metur félagið að með tilliti til hagræðingar og hagkvæmni í rekstri dugi þessi hækkun til að afkoma íbúðanna verði viðunandi.

Upphafsgjald verður eftirleiðis frá kr. 4.206 - 4,498 (2ja - 4ra herbergja) og hver gistinótt verður kr. 3.215 - 3.363. (2ja - 4ra herbergja). Leigur sem voru frágengnar fyrir daginn í dag eru á óbreyttu verði.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi