AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ljósmyndarinn verðlaunaður

myndavel-afhendingSólrún Dögg Baldursdóttir, stuðningsfulltrúi í Vopnafjarðarskóla, átti verðlaunaljósmynd Orlofssjóðs AFLs 2010. Mynd hennar - "Stúlka rólar sér" var tekin við orlofshús félagsins að Illugastöðum í Fnjóskadal, þar sem Sólrún naut sumarleyfis með fjölskyldu sinni í sumar.

Lesa meira

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs AFLs 2010

thumb_stulka_rolar_serÚrslit liggja fyrir í ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs AFLs 2010.  Alls bárust um 20 myndir í samkeppnina og hefur dómnefnd valið þrjár myndir til verðlauna.
1. sæti. Stúlka rólar sér – myndin er tekin við orlofshús félagsins á Illugastöðum í Fnjóskadal. Ljósmyndari er Sólrún Dögg Baldursdóttir, stuðningsfulltrúi í Vopnafjarðarskóla.
2. sæti. Barn á rugguhesti – myndin er tekin á orlofssvæði félagsins á Einarsstöðum á Héraði. Ljósmyndari er Steinunn Zöega, trúnaðarmaður AFLs í frystihúsi Granda á Vopnafirði.
3. sæti. Drengur klifrar – myndin er tekin við leigubústað félagsins í Úthlíð í Biskupstungum. Ljósmyndari er Þórarinn Ásmundsson, starfsmaður ALCOA-Fjarðaáls.
Sólrún Dögg hlýtur í verðlaun glæsilega Canon Power Shot SX210 IS myndavél en Steinunn og Ásmundur fá helgardvöl að eigin ósk í orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík eða Akureyri.

Lesa meira

Námskeið á vegum AFLs

Launaviðtalið
Farið er yfir að hverju þarf að huga þegar kemur að launaviðtali. Skoðað er hvaða spurninga þarf að spyrja, farið yfir framkomu og hvernig launamaðurrökstyður mál sitt.
Staður og tími: Hús AFLs við Víkurbraut 8. nóv.  kl. 19:30 – 21:00 Leiðbeinandi: Ragnhildur Jónsdóttir

Fundarritun og fundarstjórn
Farið er í gegnum helstu atriði góðra fundargerða og hvert verksvið fundarritara er, hvað eru aðalatriði og aukaatriði og hvað þarf að koma fram í fundargerðum.

Lesa meira

Forsetabréf - Upp úr hjólförunum

Í fréttabréfi ASí segir "Til að komast upp úr hjólförunum þurfum við hugrekki og breyttar forsendur til að lenda ekki í sömu pyttum og við erum að glíma við. Við þurfum skýra framtíðarsýn um hvert við viljum fara og stefnufestu til þess að hrekjast ekki af leið. Við þurfum að setja þarfir fólks og fyrirtækja í öndvegi, ekki pólitískar kreddur". Fréttabréfið í heild

Öflugt trúnaðarmannanámskeið AFLs

img_2527Nýverið lauk trúnaðarmannanámskeiði II sem AFL hélt á Eyjólfsstöðum á Héraði. Leiðbeinendur voru Sigurlaug Gröndal og Guðmundur Hilmarsson meðal annarra.

Þar sem trúnaðarmenn voru langt að komnir var tíminn nýttur og á meðan námskeiðinu stóð var m.a. trúnaðarráðsfundur félagsins á Egilsstöðum sem nokkrir trúnaðarmannanna sóttu og þegar námskeiðinu lauk stóð félagið fyrir námskeiði í fundarstjórn og fundarritun sem margir trúnaðarmannanna tóku svona á "heimleiðinni.  mynd: Jens Hjelm

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi