AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Getur Starfsendurhæfing Austurlands hjálpað þér?

Starfsendurhæfing  Austurlands (StarfA) býður upp á náms- og atvinnutengda endurhæfingu þar sem unnið er að andlegri og líkamlegri endurhæfingu. Bæði er um einstaklingsmiðaða ráðgjöf að ræða og hópvinnu. Meðal starfsmanna StarfA er einnig ráðgjafi stéttarfélaganna sem annast ráðgjöf og milligöngu um atvinnutengda endurhæfingu sem studd er af VIRK - endurhæfingarsjóði atvinnulífsins.

Lesa meira

Hægir á fjölgun örorkulífeyrisþega

Verulega hefur hægt á fjölgun örorkulífeyrisþega, þ.e. þeirra sem skráðir eru með 75% örorku eða meira, á þessu ári miðað við það síðasta. Fjöldi örorkulífeyrisþega var 15.842 þann 1. júlí síðastliðinn en hann var 15.677 í ársbyrjun þannig að fjölgunin á árinu nemur 165 einstaklingum á fyrri hluta ársins. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum þar sem örorkulífeyrisþegum fjölgaði um 500-1.300 árlega á árabilinu 2004-2009. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins.

Lesa meira

Átök í áliðnaði í Bandaríkjunum

hawesvilleIðnaðarsvið Starfsgreinasambands Íslands hefur verið síðustu vikur í sambandi við félagsmenn „United Steel Workers – Local 9433“ í Hawesville, Kentucky, í Bandaríkjunum, en þar rekur Century Aluminium, fyrirtækið sem á og rekur Norðurál og undirbýr byggingu álvers í Helguvík, álver.

Lesa meira

Stjórnvöld grípi inn í

range_rover_sport_arden_2006_1_thumbnailStjórn AFLs Starfsgreinafélags hvetur stjórnvöld til að grípa inn í uppgjör svokallaðra myntkörfulána. Sú óvissa er heimili og fyrirtæki búa við er óþolandi á meðan hvert dómsmálið á fætur öðru er höfðað vegna gengistrygginga lána.

Stjórn AFLs telur með öllu óásættanlegt að skuldarar þessara lána séu allir settir undir einn hatt. Ljóst er að á meðan almennt launafólk þáði ráðleggingar og tilboð bankastofnana eru háar upphæðir gengistryggðra lána vegna fyrirtækja og hvers kyns brasks sem stundað var í „góðærinu“. 

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi