AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Afleysingar á Höfn

AFL Starfsgreinafélag óskar að ráða starfsmann til afleysinga á skrifstofu félagsins á Höfn í sumar.  Starfið felst í almennum störfum hjá stéttarfélagi, s.s afgreiðslu, símsvörun, tölvuvinnslu, eftirliti með orlofshúsum, vinnustaðaheimsóknum og fleiru.

Ráðning er til 15. september 2024 - æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Viðkomandi þarf að hafa hæfilega tölvukunnáttu, geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu.  Vinsamlega sendið umsókn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  merkt  ”Hornafjörður” fyrir 15. apríl n.k.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Þóra, 4700 301, og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

AFL samþykkti kjarasamning AFLs/SGS við Samtök Atvinnulífsins

Úrslit í kosningum um nýgerðan kjarasamning AFLs og SGS við SA vegna starfa verkafólks og starfa í veitinga-og gistihúsum lágu fyrir kl. 09:00 í morgun. Beðið var með birtingu úrslita á meðan talningu lauk hjá öðrum SGS félögum. 

Kjörsókn hjá AFLi var þokkaleg eða 31,34%.  2.540 félagsmenn voru á kjörskrá og greiddu 796 þeirra atkvæði.

Já sögðu  684 - eða 85,93%

Nei sögðu 69 -  eða 8,668

Tók ekki afstöðu - 43 eða 5,402%

Samningurinn telst því samþykktur.

Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags

logo_afls.png

verður haldinn að Búðareyri 1, Reyðarfirði

þriðjudaginn 26. mars kl. 17:00

Fundarefni:

  1. Skýrsla formanns deildarinnar
  2. Kjaramál
  3. Stjórnarkjör
  4. Önnur mál.

AFL Starfsgreinafélag

Iðnaðarmannadeild

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga AFLs og LÍV við SA og FA

AFL Starfsgreinafélag auglýsir hér með leynilega, rafræna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga LÍV við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda um nýgerða kjarasamninga.

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 12:00 föstudaginn 15. mars  2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars 2024. Kosningarétt hefur félagsfólk AFLs sem starfar samkvæmt þessum samningum.

Kosning fer fram á mínum síðum á www.asa.is. Innskráning á kjörseðil er með, lykilorði,  Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Félagsfólk sem ekki getur kosið en telur sig eiga rétt á að taka þátt, vinsamlega sendið erindi til Kjörstjórnar AFLS, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 4700 300. 

 

Iðnaðarmenn samþykkja samning

Kosningu Iðnaðarmannadeildar AFLs um nýgerðan kjarasamning lauk á hádegi.  Samningurinn var samþykktur með 84,76% greiddra atkvæða.  Alls voru á kjörskrá 361 félagi og atkvæði greiddu 105 eða 29,1%.  Já sögðu 89 og nei 12 og 4 skiluðu auðu.

Önnur aðildarfélög Samiðnar samþykktu einnig samninginn.  Á vegum Samiðnar greiddu 273 atkvæði (39,6% kjörsókn) og þar af sögðu 78,4% já.  Hjá FIT var kjörsókn 18,7% og já sögðu 74,10% og hjá Byggiðn var kjörsókn 25,2% og já sögðu 79,9%.

Stuðningurinn við nýgerðan kjarasamning var þannig mestur hjá iðnaðarmönnum í AFLi en kjörsókn var í meðallagi.

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi