AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verkfallsboðun samþykkt með 95% atkvæða

Talið var í kosningu um verkfallsboðun hjá undirverktökum ALCOA Fjarðaáls á athafnasvæði ALCOA við Reyðarfjörð.  Á kjörskrá voru 375 félagsmenn AFLs, atkvæði greiddu 159 eða 42%. Samþykkir verkfallsboðun voru 151 eða 95% greiddra atkvæða, nei sögðu 5 eða 3%, auðir seðlar voru 2 eða 2%.

Verkfallsboðunin tekur til starfsmanna 8 undirverktaka ALCOA Fjarðaáls í framleiðslu, viðhaldi, mötuneyti, við ræstingar, hafnarvinnu og ýmsa þjónustu innan svæðis.  Boðað verkfall er tvíþætt - annars vegar frá 12 á hádegi 14. apríl til 23:30 sama dag. Hins vegar ótímabundið verkfall sem hefst 21. apríl.

Meginkrafa AFLs og félagsmanna er að greidd séu sambærileg laun fyrir sambærileg störf - innan athafnasvæðisins. Ennfremur að gerður sé kjarasamningur um þau laun sem verið er að greiða og fyrirtækin telja sambærileg.  AFL Starfsgreinafélag hefur haft uppi kröfu um "lóðarsamning" siðan 2006 en beint kröfum sínum að Samtökum Atvinnulífsins síðan 2011. Félagið hefur mætt fullkomu tómlæti SA og í yfirstandandi samningalotu hafa verið fimm samningafundir og allir algerlega árangurslausir.  Félagið telur að launafólk hjá þessum undirverktökum hafi sýnt nægilegt langlundargeð og verkfallsvopnið sé nauðvörn launafólks til að knýja fram réttlát kjör.

Félagið hefur ítrekað skorað á Samtök Atvinnulífsins að mæta sér við samningaborð til efnislegrar umfjöllunar um kjarasamning, en án árangurs.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi