AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómannasamningar - kosningar standa yfir

Þann 24. júní síðastliðinn var undirritaður kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hins vegar. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki aðildarfélaganna. Samkvæmt samningnum er síðast gildandi samningur framlengdur til 31. desember 2018 með þeim breytingum sem skrifað var undir þann 24. júní síðastliðinn.

Samningurinn gildir frá 1. júní 2016.

Hér má sjá samninginn, kynningarefni um samninginn og kaupskrá sem mun gilda verði samningurinn samþykktur. Atkvæðaseðlar hafa verið sendir út til félagsmanna AFLs ásamt kynningarefni.  Mikilvægt er að sjómenn kjósi og að rétt sé gengið frá atkvæðinu. Með atkvæðaseðlinu komu tvö umslög. Annað er fyrir atkvæðaseðilinn en hitt er til að senda atkvæðið.  Félagsmönnum er bent á að merkingin á ytra umslaginu er til að merkja við á kjörskrá félagsins og fjarlægi menn límmiðann verður atkvæðið ekki talið með. Þegar ytri umslögin hafa verið opnuð er öllum innri umslögunum blandað saman áður en þau eru opnuð svo kosningin er algerlega leynileg.  

Talið er sameiginlega með öðrum sjómannafélögum innan ASÍ

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi