AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Atkvæðagreiðsla að hefjast um verkfallsboðun sjómanna.

Trúnaðarráð AFLs hefur samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal sjómanna í félaginu sem starfa á stærri skipum um boðum verkfalls.
Slitnað hefur upp úr viðræðum milli sjómanna og útgerðarmanna. Samninganefnd sjómanna beindi því til félaganna að hefja undirbúning að aðgerðum, en áður höfðu sjómenn fellt kjarasamning sem gerður var fyrr í sumar. Felling hans voru skýr skilaboð til samninganefndarinnar að sjómenn væru reiðubúnir í aðgerðir til að ná fram ásættanlegum kjarasamningi. Kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir í tæp 6 ár.