AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. 70% kjörsókn

Talið hefur verið út atkvæðagreiðslu sem staðið hefur yfir meðal sjómanna í Sjómannadeild AFLs Starfsgreinafélags um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðsla fór fram meðal allra aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands og hjá félagi vélstjórnarmanna um verkfall þann 10. nóvember n.k. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var góð og niðurstaðan afgerandi en hún er eftirfarandi: Ekki liggja fyrir úrslit atkvæðagreiðslna annarra félaga þegar þetta er ritað.

Á kjörskrá             154
Atkvæði greiddu    108    70,13%
Já sögðu                  91    84,26%
Nei sögðu                16    14,81%
Ógildir                        1     0,93%
Verkfallið er ótímabundin og hefst þann 10. nóvember n.k. hafi ekki samist fyrir þann tíma