AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hreyfimyndir innblásnar af málverkum gömlu meistaranna

AFL Starfsgreinafélag, Grunnskólinn á Seyðisfirði og Listasafn Alþýðu hafa tekið höndum saman og skipulagt vinnustofu fyrir börn á Seyðisfirði dagana 12. og 13. desember.seydisfjardarskoli asi list

,,Sjómennirnir (fiskibátur)‘‘ 1958-9 Gunnlaugur Scheving

2017 er afmælisár AFLs og var það hvatinn að því að vinnustofan er skipulögð á Austfjörðum að þessu sinni, en námskeiðið er hluti af stærra verkefni þar sem Listasafnið skipuleggur vinnustofur í hreyfimyndagerð í skólum á ýmsum stöðum víðsvegar um landið. AFL Starfsgreinafélag var stofnað 28. apríl 2007 með sameiningu þriggja félaga, AFLs Starfsgreinafélags Austurlands, Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar og Vökuls Stéttarfélags. Öll félögin sem sameinuðust í AFLi eiga sér langa sögu.

Verkefnið felst í því að farið er með málverk úr stofneign Listasafns ASÍ inn í skólastofu þar sem nemendur fá að skoða verkið og fræðast um tilurð þess og höfund. Börnin vinna síðan hreyfimyndir sem innblásnar eru af viðkomandi verki. Þannig gefst þeim tækifæri til túlka verkið og  gefa því nýtt líf.  Þau rýna ofan í það sem helst vekur áhuga þeirra í verkinu; liti, birtu, form, stíl, bakgrunn eða það umhverfi sem verkið sjálft spratt úr á sínum tíma. Nemendur vinna í litlum hópum með aðstoð kennara sinna, búa til söguþráð, vinna klippimyndir úr pappír, mynda þær með spjaldtölvum, klippa þær til í klippiforriti og hljóðsetja. Þannig kynnast nemendur vel verkinu sjálfu í samhengi viðlistasöguna, læra um myndbyggingu, sjónarhorn og litanotkun, sögugerð og handritaskrif (storyboard), tæknivinnslu, hljóðvinnslu og kynnast jafnframt kvikmyndaferlinu frá upphafi til enda. Að þessu sinni verður unnið með málverkið ,,Sjómennirnir‘‘ eftir Gunnlaug Scheving en hann bjó á Seyðisfirði um tíma á sínum yngri árum.

Kennarar á námskeiðinu eru Ragnheiður Gestsdóttir myndlistar- og kvikmyndagerðarkona og Sigrún Jónsdóttir básúnuleikar og tónskáld.  Einnig verður Kolbrún Vaka Helgadóttir með í för en hún mun vinna stuttmynd um vinnustofuna sem verður gerð aðgengileg á heimasíðu Listasafnsins ásamt fleiri stuttmyndum frá öðrum stöðum.

Frekari upplýsingar veitir Elísabet Gunnarsdóttir forstöðumaður Listasafns Alþýðu
Sími: 868 1845 – Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Listasafn ASÍ var stofnað árið 1961. Safnið er eign Alþýðusambands Íslands og starfar samkvæmt reglugerð samþykktri af miðstjórn þess. Iðnrekandinn og bókaútgefandinn Ragnar Jónsson í Smára lagði grundvöllinn að

listasafninu með því að gefa ASÍ málverkasafn sitt – um 120 myndir – eftir marga af þekktustumyndlistarmönnum þjóðarinnar. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við

vinnandi fólk í landinu. Listasafn ASÍ hefur alla tíð starfað með þetta að leiðarljósi og hefur m.a. sérhæft sig í myndlistarsýningum sem settar eru upp á vinnustöðum og í stofnunum víða um land.  Safnið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess fyrir tæpum sextíu árum og geymir nú um 4000 verk.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi