AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verkbann í verksmiðju ALCOA í Bécancour í Kanada

AluminiumWorkersYfir þúsund starfsmenn læstir úti.  Mynd: USW

Um eitt þúsund starfsmenn í álveri ALCOA í Bécancour í Quebec í Kanada hafa verið í verkbanni frá 11.  janúar sl.  Verkalýðsfélag starfsmanna, Local 9700 í United Steel Workers, hafði átt við í viðræðum við fyrirtækið sem er 75% í eigu ALCOA og 25% í Rio Tinto, um kjarasamning.  Félagið vildi ekki fallast á kröfur fyrirtækisins sem sneru m.a. að breytingum á starfsaldurstengdum réttindum og lífeyrisrétti starfsmanna.  Fyrirmælin um verkbannið komu beint frá höfuðstöðvum fyrirtækisins og forstjóri verksmiðjunnar segist ekki hafa umboð til að ganga til samninga við verkalýðsfélagið.

Fyrirtækið hafði hafið þvingunaraðgerðir áður en samningafundir hófust og var byrjað að slökkva á kerjum. Skv. frétt á heimasíðu Industry All Global, gætu aðgerðir fyrirtækisins verið í því skyni að þvinga stjórnvöld til að lækka verð á raforku eða jafnvel til að draga úr umframbirgðum á áli og þrýsta á verðhækkun þannig.  Formaður Local 9700, Clément Masse, spyr: "Af hverju búa menn til vinnudeilu sem mun þegar upp verður staðið kosta miklu meira en allar kröfur sem verkalýðsfélagið hefur lagt fram. Það er eitthvað gruggugt hér. Fjárfestar ættu að krefja fyrirtækið um svör," sagði Masse.

Stjórn AFLs fjallaði um málið á stjórnarfundi sínum sl. þriðjudag og fól framkvæmdastjóra félagsins að skrifa aðalforstjóra ALCOA bréf (sjá hér) og hvetja hann til að aflétta verkbanni og ganga til samninga við Local 9700.

Sjá heimasíðu indust

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi