AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Tæplega 50% fjölgun í Verslunarmannadeild AFLs á síðasta ári

Félagsmönnum verslunar- og skrifstofudeildar AFLs hefur fjölgað um 43% frá janúar 2017 til desember 2017.  Fyrir sameiningu verkalýðsfélaga á Austurlandi var Verslunarmannafélag Austurlands starfandi á miðausturlandi, héraði og fjörðum. Frá Stöðvarfirði og suður úr var síðan Vökull Stéttarfélag með starfandi verslunarmannadeild eftir að Verslunarmannafélag A.Skaft., sameinaðist Vökli 1992.

Við sameiningu í AFL Starfsgreinafélag, breyttist félagssvæði Verslunar-og skrifstofudeildar AFLS og náði þá yfir allt austurland en framan af var starfssemi deildarinnar bundinn við Höfn og nágrenni.

Síðustu misseri hefur félagsmönnum deildarinnar fjölgað verulega og í desember sl. skiluðu tæplega 500 félagsmenn iðgjaldi til AFLs v. verslunarstarfa og var það tæplega 50% aukning miðað við janúar sama ár.  Innan Múlasýslna eru bæði VR og Verslunarmannadeild AFLs með gildandi kjarasamninga og getur því verslunar-og skrifstofufólk í þessum sýslum valið milli félaganna.

Aðalfundur deildarinnar verður á Höfn, nk. miðvikudag sbr. auglýsingu hér á síðunni. Formaður deildarinnar er Lars Jóhann Andrésson.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi