AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL sótti milljónir í leiðréttingar!

fljotsdalsherad1 Um þessi mánaðarmót greiddi Fljótsdalshérað launaleiðréttingar til fjölda félagsmanna AFLs og nam hæsta leiðréttingi vel á aðra milljón króna.  Um árabil hefur Fljótsdalshérað greitt tímavinnukaupi vaktaálög en það er óheimilt.  Skv. kjarasamningum á að greiða fólki sem kallað er í tilfallandi vinnu dagvinnu og yfirvinnu en ekki er heimilt að greiða vaktaálög nema viðkomandi sé með fast starfshlutfall.

Nokkrir félagsmenn AFLs leituðu til félagsins fyrir tæpu ári síðan og hefur félagið síðan verið í viðræðum við sveitarfélagið og safnað gögnum vegna félagsmanna.

Um leið og sveitarfélagið leiðrétti laun félagsmanna AFLs voru og leiðrétt laun félagsmanna annarra stéttarfélaga sem starfa hjá sveitarfélaginu.  Alls náði leiðréttingin til tæplega þrjátíu starfsmanna og var allt frá  nokkur þúsund krónum til um 1,5 milljón króna til einstaks starfsmanns.  AFL hefur unnið þetta mál án aðkomu annarra félaga og undirstrikar mikilvægi þess að launafólk velji sjálft sitt stéttarfélag án afskipta launafulltrúa þar sem fleiri en eitt félag á kjarasamning um viðkomandi starf.  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi