AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verður orlofs-og sjúkraíbúðum í Reykjavík lokað?

SorpgeymslaStakkholt

Útlit er fyrir að loka þurfi orlofs-og sjúkraíbúðum AFLs við Stakkholt í næstu viku þar sem m.a. sorphirðumenn í Reykjavík eru að fara í ótímabundið verkfall.  AFL mun láta tæma sorpílát áður en verkfall hefst en síðan mun það fara algerlega eftir umgengni fólks um sorpgeymslu og magn þess sorps sem safnast þar  -  hvenær húsinu verður síðan lokað.

Eins og fram hefur komið í fréttabréfum félagsins er umgengni félagsmanna um sorpgeymsluna oft til mikillar skammar og ítrekað hafa sorphirðumenn neitað að taka sorp þar sem öllu ægir saman – plasti, pappa og matarleyfum. Það er því ekki á bætandi – að fá geymsluna ekki tæmda eða hafa tök á að tæma hana eftir aðstæðum.

AFL Starfsgreinafélag virðir verkfall Eflingar og styður baráttu láglaunafólks fyrir kjörum sínum, hvar sem er.  Það kemur því ekki til greina að félagið geri aðrar ráðstafanir til að fjarlægja sorp því slíkt væri hreint verkfallsbrot.

Ef félagsmönnum verður leyft að dvelja í húsinu eftir að verkfall hefst – verður það að með því skilyrði að þeir hinir sömu sjái sjálfir um að koma sorpi frá húsinu og skiljið það ekki eftir á göngum eða í bílageymslu.

Búast má við að sorpgeymslu verði læst fljótlega eftir helgi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi