AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Skiptaverð lækkar 1. júlí - samt hærra en um áramót

Verulegar sveiflur hafa verið á skiptaverði afla fiskiskipa það sem af er árinu. Olíuverð hraðlækkaði eftir að Covid-19 lamaði flug og samgöngur að mestu víða um heim en fer hækkandi aftur nú. Þetta hefur haft áhrif á skiptaverð.

Þegar afli er seldur til vinnslu innanlands verður skiptaverðið 73% af aflaverðmætinu þegar hann er seldur óskyldum aðila en 73,5% þegar hann er seldur skyldum aðila (sjá þó fyrri frétt um ágreining við SFS um þetta).

Skiptaverð á frystiskipunum verður 73,5% af FOB verðmætinu og 68% af CIF vermætinu í júlí. Þegar rækja er fryst um borð verður skiptaverðið í júlí 70,5% af FOB verðmætinu og 65% af CIF verðmætinu.

skiptaverð 2020

Þessi tafla er tekin af heimasíðu Sjómannasambandsins  https://www.ssi.is/ og þar er að finna meiri fróðleik um skiptaverð.  (Rétt er að minna á að enn er fyrir Félagsdómi sú ákvörðun SFS um að lækka skiptaprósentu um 0,5% í viðskiptum til skyldra aðila. Sjá nánar á síðu Sjómannasambandsins.

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi