AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Af hverju ekki PLAY ?

Verkalýðsfédrifa playlög hafa alltaf átt óvildarmenn og munu eiga áfram. Einhverjir í hópi launagreiðenda og athafnamanna hugsa með trega til þess tíma sem verkafólk var áhrifalaust og samningslaust og kaup og kjör fóru að mestu eftir duttlungum þeirra sem áttu fjármagnið og réðu atvinnutækjunum. 

Það kostaði harða baráttu og mikla samstöðu launafólks að stofna verkalýðsfélögin og að knýja fyrirtækin að samningaborði þar sem gerðir eru lágmarkskjarasamningar.  Það er árangur sem verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til að gefa eftir.

Ef verkalýðshreyfingin situr hljóð hjá á meðan fyrirtæki stofna sín prívat verkalýðsfélög og gera samninga við sjálf sig - er baráttan töpuð.

Ef íslenskt launafólk ekki sýnir samstöðu með flugliðum sem munu starfa hjá Play flugfélaginu - þá stendur launafólk ekki með sjálfu sér því næst verða þá stofnuð prívat verkalýðsfélög við hvert fyrirtæki og einstaka starfsmenn knúðir til að standa með yfirmönnum.  Þetta er vel þekkt víða að úr heiminum.  Lágmarkskjör launafólks eru í húfi.

Sjá nánar pistil forseta Alþýðusambandsins sl. föstudag.  https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/thau-i-dag-thu-a-morgun-nei-vid-play/

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi