AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Er Alþingi sama um alþýðuna

Althingi2021

Nýtt fréttabréf AFLs er komið út en einu sinni á ári gefur félagið út þematengt fréttabréf í sérstöku broti.  Að þessu sinni fjallar fréttabréfið um flokkspólitísk tengsl verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin.  Alþýðusamband Íslands var í upphafi "verkalýðsarmur" Alþýðuflokksins svipað og er jafnvel enn fram á þennan dag á Norðurlöndunum hinum. Átök Alþýðuflokksfólks við Sósíalista og Kommúnista innan hreyfingarinnar ágerðust um miðja síðustu öld og einnig fóru hægri menn að blanda sér í baráttuna og Verslunarmannafélag Reykjavíkur var að lokum "dæmt" inn í Alþýðusambandið sem hafði  neitað VR um aðild því það félag var lengi undir stjórn Sjálfstæðismanna.

Rætt er við nokkra fyrrum forystumanna Alþýðusambandsins sem tengdir voru inn í flokksstjórnmálin.  Þá er rætt við nokkra trúnaðarmanna AFLs og loks er "drottningarviðtalið" við sameiningarsinnann Sigurð Hólm Freysson, varaformann AFLs, en hann stóð m.a. að sameiningu sveitarfélaga í Fjarðabyggð, sameiningu Lífeyrissjóða Austurlands og Norðurlands í Stapa Lífeyrissjóð og sameiningu stéttarfélaga á Austurlandi í AFL Starfsgreinafélag.  Þá er og skemmtilegt viðtal við Smára Geirsson á Neskaupstað - en enginn er fróðari um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi en hann.

Þá er boðið upp á stjórnmálaprófið í blaðinu.  Ertu sósíalisti, vinstri eða hægri krati eða kannski bara frjálshyggjupési?

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi