AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Launakönnun Vörðu - hvetjum félagsmenn til svara

Konnun

Varða, rannsóknarstofnun ASÍ og BSRB á sviði vinnumarkaðar, félags-og efnhagsmála, stendur nú fyrir könnun á stöðu launafólks. Spurt er um tekjur, stöðu á húsnæðismarkaði og aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt fleiru.  Könnunin er alls ekki löng og má reikna með að hægt sé að svara henni að fullu á innan við 10 mínútum.  Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.

Könnunin verður opin til 8. desember og er unnt að svara henni á netinu á slóðinni:  

https://www.research.net/r/stadalaunafolks2021

Varða gerði sambærilega könnun fyrir ári síðan og er mikilvægt vegna rannsókna á högum launafólks að ná góðri þátttöku.

AFL Starfsgreinafélag og Eining Iðja hafa nýlokið viðamikilli viðhorfskönnun og því munum við ekki senda boð um þessa könnun í tölvupósti eða textaskilaboðum á einstaka félagsmenn þar sem við teljum nóg komið af slíkum hvatningarpóstum í bili.  Engu að síður hvetur AFL Starfsgreinafélag félagsmenn sína til að svara þessari könnun og aðstoða heildarsamtökin við að fá skýra mynd af aðstæðum launafólks.

Unnt er að svara könnuninni á íslensku, ensku og pólsku.  Dregið verður úr svarendum og vinna þrír þátttakenda 30.000 króna gjafakort hver.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi