AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Laun í sóttkví - hvaða sóttkví

Sottk Laun

Það er rétt að ítreka ábendingar sem AFL hefur áður flutt - að þegar fyrirtæki eða stofnanir sendir starfsfólk í sóttkví að eigin vali - eiga þessi sömu fyrirtæki og stofnanir að greiða full laun á meðan þeirri sóttkví stendur.

Það eru aðeins ein sóttvarnaryfirvöld á landinu. Ef þau senda einstakling í sóttkví gilda lög nr. 24/2020 um laun í sóttkví. Ef fyrirtæki eða stofnanir hafa einhverjar ýtarlegri kröfur uppi - þ.e. krefjast þess að starfsmenn séu í sóttkví jafnvel þótt að sóttvarnaryfirvöld hafi ekki gefið fyrirmæli um sóttkví - ber fyrirtækjunum skylda til að greiða full laun á meðan.

Nokkur misskilningur hefur verið uppi og jafnvel dæmi um að tekið sé af orlofsdögum vegna þessara "fyrirtækjasóttkvía" en það er með öllu óheimilt.

Þá er félagsmönnum bent á að "sjálfskipuð sóttkví" þ.e. þegar fólk ákveður sjálft að setja sig í sóttkví - veitir ekki rétt til launa, hvorki hjá launagreiðanda viðkomandi né frá Vinnumálastofnun.

Einnig að ferðist fólk erlendis og fyrir liggur að viðkomandi muni lenda í sóttkví við heimkomu - á sá hinn sami ekki endilega rétt á launum í sóttkví.

Á síðu Vinnumálastofnunar er að finna ýtarlegar skýringar og svör við mörgum spurningum sem fólk kann að hafa.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi