AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

GT óskar rannsóknar - gott mál segir AFL

Í dag sendi fyrirtækið GT verktakar út fréttatilkynningar þar sem AFL Starfsgreinafélag er sagt hafa vænt tvo einstaklinga, starfsmenn GT, um fjárdrátt. Undirritaður, framkvæmdastjóri AFLs kannast ekki við að félagið hafi vænt nokkra einstaklinga um fjárdrátt  -  en forráðamenn GT vita ef til vill best hvað varð um þann mun greiddra launa og reiknaðra samkvæmt launaseðlum, sem starfsmenn fyrirtækisins segja hafa vantað í launaumslög sín.

Í yfirlýsingu GT um málið er sagt að þessir tveir einstaklingar íhugi nú að óska opinberrar rannsóknar „vegna rangra sakargifta".Það er ekki annað hægt en að fagna þessari frómu ósk GT og taka undir ósk um opinbera rannsókn. Síðar í kvöld er að vænta yfirlýsingar formanns AFLs og undirritaðs og að nokkur gögn málsins verði birt hér á vefnum.

 

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi