AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Erlent launafólk leitar upplýsinga

asmyndirognmskei_012Mikið hefur verið um það síðustu daga að haft hefur verið samband við félgið, ýmist af elendu launafólki eða íslensku samstarfsfólki þess - vegna réttindamála erlendra á vinnumarkaði hér á landi. Rekur starfsfólk félagsins þetta m.a. til umfjöllunar um málefni GT-verktaka/Nordic Construction Line /GTVS

Félagið hefur nú til skoðunar málefni 24 portúgalskra starfsmanna RAIS ráðningarstofu - sem er starfsmannaleiga í Portúgal, en þeir starfa hjá Arnarfelli við Hraunaveitu. Launagreiðslur til mannanna hafa dregist og þeir eru í óvissu um kjör sín og starfslok. Trúnaðarmaður AFLs á Kárahnjúkasvæði, Steingrímur Þorbjarnarson, fundaði með mönnunum í morgun.

Þá eru málefni byggingarverkamanna á Reyðarfirði og á Fáskrúðsfirði til skoðunar en þar virðist ekki farið eftir kjarasamningum.

Lettneskri félagar í AFLi sem dvalið hafa á Egilsstöðum síðustu vikuna brugðu undir sig betri fætinum í dag og fóru til Mývatns og ætluðu m.a. að fara í jarðböðin. Rannsókn málsins miðar vel og veittu nokkrir mannanna lögreglunni heimild í gær til að afla gagna af bankareikningum sínum í Lettlandi.

Sendiráð Lettlands í Oslo, setti sig í samband við félagið í gær til að afla upplýsinga. Mál þetta hefur vakið nokkra athygli í Lettlandi og eru stjórnvöld þar í landi farin að leita sér upplýsinga og gagna um aðstæður mannanna.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi