AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningur smábátasjómanna

Verulegri óvissu varðandi kaup og kjör sjómanna á smábátum hefur nú verið eytt með nýgerðum kjarasamningi milli Landssambands smábátaeigenda og Sjómannasambands Íslands sem undirritaður var þann 21. desember 2007 milli samtaka sjómanna (FFSÍ, SSÍ og VM) annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar, en tvö ár eru nú liðin frá því að Sjómannasambandið fékk umboð félaganna sem í dag mynda AFL Starfsgreinafélag til að gera  kjarasamning fyrir smábátasjómenn.

Kjarasamningurinn sem tekur gildi þann 1. janúar 2008. Fram til þessa hefur ekki verið í gildi kjarasamningurfyrir sjómenn á smábátum ef undan er skilið samningurinn við smábátafélagHornafjarðar sem Jökull, verkalýðsfélag Hornarfjarðar gerði fyrir mörgum árum og hefur verið í gildi síðan.

Þessi kjarasamningur sem nú tekur gildi er samningur um lágmarkskjör og er óheimilt að semja um lakari kjör en þar koma fram lágmarksskiptakjör og ákvæði um kauptryggingu, greiðslur í sjúkrasjóð og séreignasparnað -sjá nánar á tenglinum hér að neðan

Kjarasamningurinn fer í kynningu eftir áramótin og verður nánar tilkynnt um atkvæðagreiðslu á honum í kjölfarið.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi