AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ársfundur trúnaðarmanna - skrifstofur félagsins lokaðar

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs hefst í dag kl. 14:30 á Höfn í Hornafirði. Alls sækja rösklega 60 trúnaðarmenn fundinn en loðnuveiði hefur haft áhrif á þátttöku því þrátt fyrir rétt trúnaðarmanna til að sækja ársfundinn verða margir þeirra við vinnu sína vegna mikils vinnuálags þar sem verið er að verka loðnu.

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, mun ávarpa trúnaðarmenn félagsins og Gylfi Ingvarpsson, trúnaðarmaður í Ísal, Skúli Thorodssen, framkvæmdastjóri SGS, Sigurlaug Gröndal,Mími Símenntunog Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, eru meðal þeirra er flytja erindi. Þá verður Snorri Már Skúlason, deildarstjóri ASÍ, með erindi.

Þema fundarins í ár er "Trúnaðarmaðurinn og vinnufélaginn" og AFL og Ímyndin. Fundurinn stendur fram á miðjan dag á morgun.

Skrifstofum félagsins verður lokað í dag og á morgun vegna fundarins.