AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

6 starfsmenn AFLs vilja uppá dekk

Talsverð röskun varð á skrifstofuhaldi AFLs í dag þar sem sex starfsmenn félagsins sóttu kvennaráðstefnuna "Hvað vilt´upp á dekk - aftur?", sem ASÍ stendur fyrir á Hótel Selfossi í dag og á morgun.

Þema ráðstefnunnar er "Ungar konur og verkalýðshreyfingin" og er ráðstefnan framhald af ráðstefnu með sama nafni sem haldin var í fyrra.

Alls fóru sex starfsmenn AFLs á ráðstefnuna og voru því skrifstofur okkar á Reyðarfirði, Seyðisfirði og Eskifirði lokaðar en skrifstofan á Höfn var með "takmarkaða mönnun". Karlpeningurinn í starfsmannaliði AFLs barðist við að veita þjónustu í dag með aðstoð þriggja kvenna til viðbótar sem ekki sáu sér fært að sækja þennan viðburð.

Konur í liði AFLs snúa til starfa aftur á mánudag - eflaust hressar og endurnærðar eftir helgina. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi