AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Námskeiðaáætun - starfsdagskrá

Á næstu dögum verður Námskeiðaáætlun AFL fyrir haustið 2008 kynnt fyrir félagsmönnum svo og starfsdagskrá fram að áramótum. Um miðjan október hefst metnaðarfullur tölvuskóli AFLs sem verður auglýstur sérstaklega.

Auk fagnámskeiða, trúnaðarmannanámskeiða og fiskvinnslunámskeiða, verða athyglisverð námskeið í boði. Í lok september hefjast námskeiðin "Settu þér markmið" sem er 4 stunda námskeið sem boðið verður upp á víða um félagssvæðið.

Í nóvember verða námskeiðin "Samfélagið, íslensk samfélagsgerð og þróun þess" haldin víða um félagssvæðið.

Tölvuskóli AFLs "Taktu eitt - taktu öll" hefst í byrjun október og miðast við að allir geti bætt við þekkingu sína, bæði þeir sem ekki hafa kunnáttu í tölvunotkun og þeir sem lengra eru komnir. Alls verða 12 eins kvölds námskeið og fylgja námsgögn er Austurnet hefur gert fyrir AFL.

Hvert kvöld er sjálfstætt námskeið og því unnt að taka eitt námskeið eða öll tólf. Þátttaka fyrir félagsmenn AFLs er ókeypis.

Á starfsdagskrá félagsins næstu vikurnar ber hæst starfsdag grunnskólastarfsfólks 12. september og kjaramálaráðstefnu Verkamannadeildar AFLs 19. - 20. september. Verið er að vinna að því að fá framsögumenn á Kjaramálaráðstefnuna sem munu koma umræðum og tilfinningum af stað.

Formaður AFLs og framkvæmdastjóri munu í september leggja áherslu á vinnustaðafundi sem víðast á félagssvæðinu og er stefnt að því að heimsækja 50 - 70 vinnustaði í mánuðinum.

Starfsfólk félagsins hefur í sumar undirbúið útgáfu upplýsingabæklinga um málefni Sjúkrasjóðs félagsins og Starfsmenntasjóði svo og almennan bækling um félagið og uppbygginu þess. Bæklingur um Orlofsmál kom út í vor. Bæklingarnir munu koma út í september og verður þeim dreift víða.