AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sævar Örn nýr yfirtrúnaðarmaður hjá ALCOA Fjarðaál

Á fundi trúnaðarmanna AFLs og Rafiðnaðarsambandsins í gærkvöld baðst Ingibjörg Hjaltadóttir lausnar sem yfirtrúnaðarmaður félaganna hjá ALCOA Fjarðaáli. Kjör yfirtrúnaðarmanns fór síðan fram samkvæmt starfsreglum fulltrúaráðs félaganna hjá ALCOA og var Sævar Örn Arngrímsson, vélvirki, einróma kjörinn yfirtrúnaðarmaður starfsmanna.

Sævar Örn er formaður Iðnaðarmannadeildar AFLS og situr í stjórn félagsins. Hann hefur langa reynslu af starfi innan verkalýðshreyfingarinnar og af starfi sem trúnaðarmaður, m.a. hjá Eskju á Eskifirði.

Ingibjörgu, sem var kjörin fyrsti yfirtrúnaðarmaður starfsmanna á fundi fulltrúaráðs starfsmanna í maí, sl., voru þökkuð störf hennar á þessum vettvangi, en hún mun starfa áfram sem trúnaðarmaður. Ingibjörg stýrði m.a. undirbúningi viðræðna um endurskoðun á kjarasamningi starfsmanna, en viðræður hafa legið niðri um skeið. 

Eftir fyrsta fund samningamanna félagsins og fyrirtækisins var sett á laggirnar "úrlausnanefnd" með tveimur fulltrúum hvors aðila, og skal nefndin freista þess að leysa úr málum með samráði og samkomulagi. Nefndin hefur í sumar m.a. fjallað um akstur á vaktaskiptum og næturmálsverði.

Sævar og starfsmenn AFLs og RSÍ munu standa fyrir vinnustaðafundum á næstu vikum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi