AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Þjóðarsátt - hvaða þjóðarsátt?

Frétt fjölmiðla um "þjóðarsátt" sem víðtæk samstaða ríki um innan verkalýðshreyfingarinnar virðist á veikum grunni byggð. Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, vildi í tilefni fréttaflutnings í dag láta koma fram að félagið hefur ekki verið aðili að neinum viðræðum um slíka þjóðarsátt og er AFL næststærsta félag innan Starfsgreinasambandins og hefur auk þess innan sinna vébanda deildir sjómanna, verslunarmanna og iðnaðarmanna.

Formaður AFLs Starfsgreinafélags, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, hefur verið á vinnustaðafundum með starfsmönnum sveitarfélaga á Austurlandi síðustu daga og var stödd á einum slíkum í hádeginu í dag þegar útvarpið greindi frá því að "þjóðarsátt" væri í fæðingu - með breiðri samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Tilefni vinnustaðafunda Hjördísar var undirbúningur að kröfugerð vegna kjarasamnings SGS við Launanefnd Sveitarfélaga en samningar eru lausir nú 30. nóvember. 

"Starfsmenn sveitarfélaga hafa talsverðar væntingar til komandi kjarasamninga," sagði Hjördís Þóra í dag og bætti því við að svo væri einnig um aðra félaga AFLs, sem hafa miklar væntingar til endurskoðunar launaliða í mars á næsta ári. "Það þýðir lítið að tala um þjóðarsátt fyrr en ljóst er hvað aðrir en launafólk ætla að leggja af mörkum. Það getur aldrei orðið nein "sátt" um að launafólkið beri allan kostnað af því að ná tökum á efnhagsástandinu. Því komu þessar fréttir félagsmönnum okkar er starfa fyrir sveitarfélögin í opna skjöldu."

Samkvæmt upplýsingum sem AFL hefur fengið í dag kynnti SA formönnum landssambanda og mögulega fleiri forystumönnum innan hreyfingarinnar hugmyndir sínar í síðustu viku en að öðru leyti hafi ekki farið fram viðræður. Það er því ekki hægt að tala um víðtæka samstöðu þar sem hugmyndirnar hafi ekki verið kynntar félögunum sem fara með samningsumboðið fyrir félagsmenn sína. Það virðist ennfremur ljóst að forysta ASÍ hefur ekki tekið neina efnislega afstöðu til hugmynda SA og ekki haft ráðrúm til að bera þær undir forystumenn félaga innan ASÍ.

 AFL stendur fyrir vinnudegi starfsfólks grunnskóla á Austurlandi á föstudag og verða kjaramál þar á dagskrá og auk þess verður í næstu viku kjaramálaráðstefna Verkamannadeildar félagsins, þar sem búist er við metþátttöku. Á ráðstefnunni verður efnahagsástandið og lækkandi kaupmáttur launa á dagskrá og aðalræðumenn verða þeir Illugi Gunnarsson, þingmaður, og Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur. Fréttaflutningur dagsins mun eflaust hafa áhrif á umræður á ráðstefnunni en á kjaramálaráðstefnu AFLs verða lögð drög að stefnumótun félagsins í kjaramálum næstu mánaða.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi