AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðgerðahópur á miðausturlandi

Sól í myrkrinuFulltrúar AFLs, VR, Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Vinnumálastofnunar Austurlandi, Þekkingarnets Austurlands og Starfsendurhæfingar Austurlands, hittust nú seinnipartinn í dag og á fundinum var m.a. ákveðið að þessir aðilar myndu stilla saman strengi sína í þeim erfiðleikum sem búast má við á vinnumarkaði á miðausturlandi.

Á fundinum kom m.a. fram að alls eru í dag 62 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Austurlandi en búist er við að þeim fjölgi nokkuð á næstunni.

Á fundinum var rætt hvaða úrræði þessir aðilar hafa til að bjóða þeim sem efnahagshremmingar leika hvað verst og hvernig unnt væri að samræma aðgerðir þannig að þær nýtist sem best. Ákveðið var að vinna náið saman og þróa úrræði fyrir þá sem verða atvinnulausir.

Vinnumálastofnun Austurlandi býður nú þegar upp á úrræði en til stendur með aðkomu allra þessara aðila og mögulega fleiri, að víkka út framboð á t.d. námskeiðum og ráðgjöf.

AFL hefur hafið fréttaflutning á pólsku hér á heimasíðu félagsins en starfsmaður AFLs, Gosia Libera, setur inn upplýsingar og fréttir um ástand mála nánast daglega og er við hæfi að hvetja íslenska lesendur síðunnar til að benda pólskum starfsfélögum á þessa síðu.

Ennfremur er félagið að ljúka við að gera sérstaka undirsíðu á heimasíðunni þar sem birtar verða upplýsingar og leiðbeiningar vegna efnhagskreppunnar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi