AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Samningar skuli standa!

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags var á fundi nú í kvöld og lauk fundinum með því að meðfylgjandi ályktun var samþykkt með þorra atkvæða gegn tveimur.

Samningnefnd AFLs Starfsgreinafélag samþykkir eftirfarandi:


Forsendur kjarasamninga er undirritaðir voru í febrúar 2008 eru brostnar.
Samninganefnd AFLs krefst þess að staðið verði við þau ákvæði aðalkjarasamninga er varða
launahækkanir 1. mars nk. Telji Samtök Atvinnulífsins fyrirtækin ekki geta staðið við þann hluta kjarasamninganna er eðlilegt að þau segi samningunum lausum.


Komi til þess að forsendunefnd telji að unnt sé að ná samkomulagi, sem telja megi til hagsbóta í ljósi þungra aðstæðna í efnahagslífi, en sem þó stenst ekki lágmarkskjör gildandi samninga, hvetur samninganefnd AFLs til þess að frágangi slíks samkomulags verði vísað til samninganefnda landssambanda ASÍ þannig að unnt sé að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu innan hvers sambands.


Í ljósi umróts í þjóðfélaginu er brýnt að verkalýðshreyfingin gangi í fararbroddi opinna og
lýðræðislegra skoðanaskipta og ákvarðanatöku. Þar sem umboð forsendunefndar ASÍ og SA er óljóst telur samninganefnd AFLS eðlilegt að ákvörðunum um skerðingu kjara, verði vísað til félagsmanna, þ.e. þeirra sem með atkvæðum sínum gerðu samningana gilda og gáfu forsendunefndinni umboð sitt.


Samninganefnd AFLs bendir á að á næstu misserum muni hagsmunabarátta á Íslandi harðna til muna þar sem færri krónur eru til skiptanna og vandamálin fleiri en áður hefur þekkst. Það er brýnt að verkalýðshreyfingin fylki sér og efli samstöðu til að búa sig undir að verja grundvöll velferðarkerfisins.


Samninganefnd AFLs hvetur forystu Alþýðusambandsins til að vera það forystuafl sem launafólk þarf á að halda.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi