AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Skrifað undir samning um starfsendurhæfingu

starfa2Í dag gengu fjögur stéttarfélög á Austurlandi, AFL Starfsgreinafélag, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar og VR, undir samning við Virk, Endurhæfingarsjóð. Samningurinn fjallar um aðkomu Endurhæfingarsjóðs, sem samið var um í síðustu kjarasamningum, að starfsendurhæfingu á Austurlandi.

Samningurinn felur í sér að félögin sameinast um að veita þá þjónustu sem Endurhæfingarsjóður stendur til og fela Starfsendurhæfingu Austurlands framkvæmd þjónustunnar.

Undir samninginn rituðu, frá vinstri, Sverrir Albertsson, AFL Starfsgreinafélag, Kristinn Ívarsson, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Vigdís Jónsdóttir, Virk Endurhæfingarsjóður, Erla Jónsdóttir, Starfsendurhæfingu Austurlands var viðstödd fundinn, Siggerður Pétursdótttir, FOSA og Kristín Björnsdóttir, VR.

Starfsendurhæfing Austurlands mun veita félagsmönnum félaganna fjögurra ráðgjöf og aðstoð við endurhæfingu.

Starfsendurhæfing Austurlands var stofnuð af m.a. stéttarfélögum á Austurlandi og sveitarfélögum og fleiri aðilum haustið 2007 og tók til starfa í febrúar 2008. Um 50 skjólstæðingar sækja nú þjónustu til StarfA á Fljótsdalshéraði, Fjarðabyggð og á Höfn, Hornafirði.

Erla Jónsdóttir er framkvæmdastjóri StarfA.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi