AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verið velkomin í Fróðleiksmolann

thumb_afl_reydarfj0909_145x220Í tilefni verkloka er opið hús og allir boðnir velkomnir til að skoða aðstöðuna og þiggja léttar veitingar, föstudaginn 18. september næstkomandi. Móttakan hefst klukkan 16:00 og verður þá afhjúpað listaverk eftir Helgu Unnarsdóttir, leirlistarkonu, sem verktakar hússins hafa gefið eigendum. Ennfremur verður sýning á vegum Listasafns Alþýðu. Eftir formlega opnun hússins verður boðið upp á léttar veitingar og húsið opið til skoðunar.

Til hamingju
Við óskum Austfirðingum og þá sérstaklega íbúum
Fjarðabyggðar til hamingju með nýtt námsver
Þekkingarnets Austurlands svo og glæsilega skrifstofubyggingu
AFLs Starfsgreinafélags.
Í húsinu sem er röskir 700 fermetrar að stærð verður námsver
Þekkingarnetsins með 2 – 3 kennslustofum og skrifstofur
AFLs á Reyðarfirði. Að auki verður Starfsendurhæfing
Austurlands með skrifstofur í húsinu svo og Þróunarfélag
Austurlands. Húsið er útbúið til kennslu og ráðstefnuhalds
og meðal annars búið fullkomnum fjarfundabúnaði.
Helstu verktakar voru:
• Mannvit – verkfræðistofa – yfirumsjón hönnunar og
byggingastjórn.
• Fjarðaverk – yfirverktaki
• Rafmagnsverkstæði Andrésar – raflagnir, tölvukerfi
og tæknibúnaður
Að auki komu fjölmargir smærri verktakar að einstökum
hlutum framkvæmdarinnar og færum við þeim þakkir fyrir
vel unnin verk.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi