AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjaramálaráðstefna AFLs 19.09.2009

thumb_kjaramalaradstefnaRúmlega 50 manns mættu til hinnar árlegu kjaramálaráðstefnu AFLs í nýju og glæsilegu hús félagsins að Búðareyri 1 síðastliðinn föstudag. Jóna Járnbrá Jónsdóttir formaður Verkamannadeildar AFLs setti ráðstefnuna með glæsibrag. Í kjölfarið flutti Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður félagsins ávarp, þar sem hún skýrði meðal annars frá því hvernig afleiðingarnar yrðu ef gerður yrði flatur niðurskurður á skuldum heimilanna.

Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur, Háskólanum í Reykjavík, hélt athyglisverðan fyrirlestur um siðferði og hrun efnahagslífsins og menn því tengdu. Hann dró fram í dagsljósið athyglisverðar staðreyndir og minnti rækilega á hversu fljótur maður er að gleyma.

Næst á mælendaskrá var Anna Ólafsdóttir og fjallaði hún um tilfinningar og upplifun tengda bankahruninu, sýn, traust og trú á farmtíðina. Þar sem Anna var með skýran stuttan og hnitmiðaðan fyrirlestur, skapaðist svigrúm til athyglisverðrar og skemmtilegrar umræðu við siðfræðinginn Stefán Einar. Nýttu margir sér það til að bera fram athyglisverðar spurninga sem Stefán svaraði á hispurslausan og fræðandi hátt.

Þá tók við Adolf Guðmundsson formaður LÍU og ræddi um sjávarútveginn sem kjölfestugrein, átakamál og uppgjör, nýsköpun og aukningu verðmæta auk framtíðarsýnar.

Síðastur á frummælendaskrá var Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Hornafjarðar með fyrirlestur sem bar heitið Feysknar stoðir eða fúnir kvistir, og fjallaði hann um nýsköpun og sprotafyrirtæki endurheimt á trausti, sveitarfélögin og ábyrgð í velferðarmálum.

Þá voru pallborðsumræður þar sem Stefán, Anna, Adolf, Hjalti og Hjördís sátu fyrir svörum og sköpuðust þar fjörugar umræður.

Bráðskemmtilegri og fróðlegri Kjaramálaráðstefnu lauk síðan með kvöldverði á Fjarðarhóteli. sjá myndir frá Kjaramálaráðstefnunni

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi