AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Laun hækka í álveri ALCOA á Reyðarfirði

thumb_AlcoaLaun starfsmanna ALCOA á Reyðarfirði er þiggja laun skv. samningi AFLs og RSÍ við ALCOA hækka nú 1. október um 3,5% og síðan um 4% um áramót, í stað 2% eins og kveðið er á um í samningum. 1. maí 2010 hækka síðan laun um 2,5%. 1. júní sl. hækkuðu laun starfsmanna um 4,3% í samræmi við endurskoðunarákvæði samningsins.

Tilkynnt var um þessar launahækkanir í gær og í erindi fyrirtækisin til AFLs vegna málsins segir m.a.:

"Það er það sérstaka ástand í landinu sem veldur því að við förum út í þessa óvenjulegu ráðstöfum því   þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi viljum við eins og kostur er koma til móts við og aðstoða okkar starfsfólk sem,  eins og allir landsmenn, hafa orðið illa fyrir barðinu á hækkandi framfærslukostnaði og minnkandi kaupmætti að undanförnu.    Þessi hækkun hefur verið í undirbúningi nú um nokkurt skeið en Það var ekki auðvelt fyrir eigendur Fjarðaáls að samþykkja verulegar launahækkanir í einu álveri þegar að í öðrum álverum fyrirtækisins er verið að segja upp starfsfólki og minnka launakostnað, en þeir  skilja vel að aðstæður á Íslandi eru mjög erfiðar og því er þessi ákvörðun studd af yfirstjórn Alcoa í Kanda sem að Fjarðaál fellur undir."

 

Með hækkunum skv. þessu eru starfsmönnum ALCOA tryggðar launahækkanir alls 17.4% frá 1. jan 2009 - 1. maí 2010.

 

 

 


einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi