AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Skerðing atvinnuleysisbóta: Ekki liðið án aðgerða

AFL Starfsgreinafélag mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum félagsmálaráðuneytisins um skerðingu atvinnuleysisbóta , einkum hjá ungu fólki. Atvinnuleysisbótaréttur er áunninn réttur sem fæst með þátttöku á vinnumarkaði án tillits til aldurs, litarháttar, kyns eða búsetu. Það er fráleitt að duttlungaákvarðanir embættismanna skerði þennan rétt.


Vandamál fólks er glímir atvinnuleysi leysist ekki með að auka enn á fjárhagserfiðleika þess. Vandmálin má m.a. leysa að hluta með því að virkja stéttarfélög víða um land til aðkomu að vinnumarkaðsaðgerðum þar sem Vinnumálastofnun ræður klárlega ekki við fyrirliggjandi verkefni.
Félagsleg einangrun er ein alvarlegasta afleiðing atvinnuleysis og aukin fátækt í röðun atvinnulausra eykur enn á vanda þeirra.
Að lokum vill  AFL Starfsgreinafélag hvetja stjórnsýsluna til að taka upp vandaðri vinnubrögð. Að henda ómótuðum tillögum og illa unnum út í umræðuna veldur aðeins auknu óöryggi og uppnámi meðal þeirra sem standa hvað veikast fyrir á vinnumarkaði.
AFL minnir að atvinnuleysistryggingasjóð var komið á í kjölfar harðra verkfalla og vinnudeilna 1955 og er hluti umsaminna kjara launafólks. Það verður ekki liðið að gengið verði á þessi grundvallarréttindi án aðgerða af hálfu verkalýðsfélaga.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi