AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Launahækkanir 1. janúar 2010

Þann 1. janúar hækkar kauptrygging háseta um 6.500 krónur og tímakaup og starfsaldursálag taka mið af þeirri hækkun. Aðrir liðir hækka um 2.5%. Fæðispeningar taka ekki breytingum fyrr en 1. júní.
Starfsmenn Alcoa fá 2% samningsbundna hækkun auk 2% hækkunar samkvæmt ákvörðun fyrirtækisins.
Aðrir félagsmenn eru ekki að fá samningsbundnar hækkanir fyrr en í júní.

Þann 1. nóvember s.l. komu til framkvæmda seinni hluti áður frestaðra launahækkana og hækkuðu mánaðarlaun verkafólks og verslunarmanna hækka um 6.750 kr., en mánaðarlaun iðnaðarmanna og skrifstofumanna um 8.750 kr. Reiknitölur ákvæðisvinnutaxta hækkuðu um 1.75% frá sama tíma á aðra ákvæðisvinnu en bónusa í fiskvinnslu og slátrun. Hækkanir í ræstingu í tímamælingu hækkuðu í krónutölum en fylgja ekki ákvæðisvinnutöxtum.
Þeir sem eru með laun umfram umsamda launataxta fengu 3,5% hækkun frá 1. nóvember, en heimilt er að draga frá þær  hækkanir sem áður hafa komið til framkvæmda á árinu.
Ný launatafla tók gildi hjá starfsmönnum Ríkis og einnig hjá starfsmönnum sveitarfélaga, en hækkun samkvæmt henni var mismikil og fór eftir því hve hátt menn raðast í launaflokk.
Laun þessara hópa hækka næst 1. júní 2010.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi