AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fjölmennur fundur um kvótamál

sjlfur__eskUm 130 manns mættu á fund er Útvegsmannafélag Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð, boðuðu til í gær undir yfirskriftinni "Sjávarútvegur í óvissu" og fjallaði að mestu um fyrningarleið veiðiheimilda er ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni.

Meðal frummælenda var Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, en með honum á fundinum var einnig Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs.

Gunnþór Ingvason, formaður Útvegsmannafélags Austurlands, fjallaði um afleiðingar fyrningarleiðar á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, og Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, fjallaði um afleiðingar þess óvissuástands sem nú ríkir, á afkomu fyrirtækja og byggðalaga. Þá fjallaði Eggert Guðmundsson, forstjóri Granda hf. um markaðsstarf sjávarútvegsfyrirtækja og hvernig það samþættist frá veiðum til þeirra neytenda sem hvað hæst verð greiddu fyrir vöruna.

Sverrir Albertsson ræddi aðallega þá pólitísku stöðu sem kvótakerfið er komið í og er að mestu heimatilbúin - þ.e. að stór hluti almennings hefur mikla andúð á kerfinu sem hefur gert einstaklingum kleyft að losa mikla fjármuni út úr sjávarútvegi og til eigin nota - og skilið eftir skuldsett fyrirtæki og byggðalög án atvinnu.

Björn Valur Gíslason, þingmaður og varaformaður nefndar um stefnumótun í sjávarútvegi, kvað sér hljóðs að loknum framsögum og mætti vel undirbúinn með glærusýningu. Hann fór í yfir þau sjónarmið sem uppi er í kvótamálum og verkefni nefndarinnar. Niðurstaða hans var að það væri í raun ekki mörg atriði sem ágreiningur væri um - og þá helst framsalsrétt á aflaheimildum og veðsetningarréttinn.

Björn hvattti útgerðarmenn til að taka þátt í starfi nefndarinnar en fulltrúar LÍÚ hafa ekki sótt fundi hennar síðan umdeilt frumvarp um aflaheimildir í Skötusel var lagt fram á alþingi.

Engin ályktun var borin upp á fundinum og voru umræður að loknum framsögum og máli Björns Vals, litlar.

Ræða Sverris er er hér í heild.  Umfjöllun Landssambands Íslenskra Útvegsmanna má sjá hér.

Frétt útvarpsins er hér