AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Skrifstofur AFLs illa merktar

Á ársfundi trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2010 sem lauk í gær fóru trúnaðarmenn félagsins yfir starfið og skoðuðu fortíð, nútíð og framtíð. Almenn ánægja var meðal trúnaðarmanna félagsins með starfssemina en þó bárust nokkrar ábendingar til stjórnenda félagsins. Þar á meðal bentu margir trúnaðarmenn á að verulega vantaði upp á að skrifstofur félagsins væru nægilega vel merktar og að í raun hefði ekkert verið gert í merkingum félagsins síðan það varð til með sameiningu eldri félaga- eða síðan 2007.

Trúnaðarmenn félagsins sömdu eftir stífa hópavinnu í tvo daga stefnuyfirlýsingu sem lögð verður fyrir stjórn félagsins og síðan fyrir aðalfund AFLs í maí. Í yfirlýsingunni kalla trúnaðarmenn á að félagið skipi sér í forystu í samfélagslegum málum og aukið samráð trúnaðarmanna. Að auki voru lagðar línur í frekari stefnumótun.

Á fundinum voru kynntar óstaðfestar niðurstöður ársreiknings félagsins en stjórn félagsins gaf leyfi til að drögin væru lögð fram þrátt fyrir að stjórn AFLs hafi ekki fjallað um þau.  Þar gafst trúnaðarmönnum tækifæri til að meta starf félagsins með hliðsjón af fjárhag.

Stjórn AFLs fjallar um ársreikningana á næsta fundi sínum en í drögum endurskoðenda eru niðurstöður af rekstri félagsins jákvæðar - en félagssjóður nýtir hluta fjármagnstekna sinna til rekstrar. Aðrir sjóðir félagsins standa undir rekstri sem þeim tilheyrir - s.s. sjúkrasjóður og orlofssjóður. Félagið leggur, skv. samþykkt síðasta aðalfundar. 15% iðgjaldatekna félagssjóðs í verkfallssjóð.

Ársfundur trúnaðarmanna tókst vel og er þetta fimmti ársfundur sem AFL stendur fyrir - fyrir og eftir sameiningu félaganna. Að þessu sinni var höfuðáhersla lögð á hópavinnu trúnaðarmannanna sjálfra og héldu forystumenn félagsins sig til hlés á meðan trúnaðarmennirnir réðu ráðum sínum.

Auk ofangreindrar stefnuyfirlýsingar eru afurðir fundarins á þriðja hundrað minnispunktar sem fundarmenn skildu eftir auk fundargerða allrar hópavinnunnar. Unnið verður áfram úr þessum gögnum og nýtast þau félaginu til áframhaldandi stefnumótunar í stórum málum sem og smáum.

Fundarstjóri ársfundarins var Eyrún Valsdóttir, fræðslufulltrúi ASÍ, og henni til aðstoðar voru þrír aðrir starfsmenn ASÍ, Henný Hinz, hagfræðingur. Ása Jónsdóttir, gjaldkeri ASÍ, og Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ. Ennfremur var Guðmundur Rúnar Árnason, fyrrv. upplýsingafulltrúi ASÍ, fundargestur, en hann hefur verið ráðgjafi AFLs í ímyndar-og upplýsingamálum frá sameiningu félagsins. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi