AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Samninganefnd falið að undirbúa aðgerðir

Á fundi trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags sem nú stendur yfir hefur verið samþykkt tillaga þar sem samninganefnd félagsins og Drífanda í Vestmannaeyjum er falið að hefja undirbúning aðgerða - þ.m.t. verkfalla í fiskimjölsverksmiðjum. Þá samþykktu samninganefnd AFLs fyrr í dag að skipa aðgerðarhóp til að undirbúa aðgerðir og skipuleggja.

Í framhaldi af samþykkt trúnaðarráðs verður hafinn undirbúningur að atkvæðagreiðslu meðal starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum. Vonir standa til að atkvæðagreiðslan geti orðið fyrstu vikuna í janúar 2011.