AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ólga vegna auglýsingar AFLs

umdeild_auglsingAuglýsing AFLs í Austurglugganum sl. Fimmtudag hefur kallað á sterk viðbrögð m.a. útgerðarmanna og atvinnurekenda á Austurlandi. Nokkrir aðilar hafa sett sig í samband við félagið vegna auglýsingarinnar og telja hana innihalda beinlínis rangfærslur auk þess sem auglýsingin miði að því að skapa úlfúð milli stjórnenda fyrirtækja og starfsfólks þeirra. Af því tilfefni er eftirfarandi yfirlýsing frá framkvæmdastjóra AFLs birt:

 

Vegna umræðu um efni og innihald auglýsingar AFLs Starfsgreinafélags í liðinni viku vil ég taka eftirfarandi fram. Ábyrgð á  efni og birtingu umræddrar auglýsingar er alfarið mín og samdi ég texta hennar.

Tilgangur auglýsingarinnar er að efla samstöðu félagsmanna okkar og kalla á samstöðu annars alþýðufólks í ljósi þess að verulegar líkur eru á að verkfall verði í fiskimjölsverksmiðjum og mögulegar víðar næstu vikurnar.Ég get viðurkennt að gagnrýni þeirra sem hafa haft samband á rétt á sér, sérstaklega hvað varðar orðalag í niðurlagi auglýsingarinnar en þar segir m.a.:  „Nú síðast gera atvinnurekendur þá kröfu að gengið  verði að kröfum þeirra um ævivarandi eign þeirra á óveiddum fiski – annars muni þeir ekki semja um laun ræstingafólks eða annarra.“

 Tilefni þessarar setningar er að á samningafundi ASÍ og SA í fyrripart janúar settu fulltrúar SA það sem skilyrði nýrra kjarasamninga að ríkisstjórnin eyddi allri óvissu um fiskveiðistjórnunarkerfi og að niðurstaða alþingis byggði m.a. á vinnu sáttanefndarinnar svokölluðu. 

Ég viðurkenni því og biðst afsökunar á ónákvæmu orðalagi því tillögur sáttanefndarinnar snerust ekki um ævivarandi eign á óveiddum fiski heldur um samninga um tímabundinn aðgang að fiskveiðistofnum. 

Annað atriði sem gerðar voru athugasemdir við var:   „Stöndum með okkar fólki gegn ofurvaldi útgerðar og auðvalds.“. 

Ég get vel skilið að mörgum útgerðaraðila hafi sárnað þessi ummæli enda hafa mörg austfirsk útgerðarfyrirtæki verið burðarásar í byggðarlögunum og sum hver axlað mikla samfélagslega ábyrgð. Þá eru og laun fiskverkafólks á Austurlandi með því hærra sem þekkist á landinu. 

Það eru reyndar fleiri en ég sem hafa verið sakaðir um að rangfæra staðreyndir í þessum hluta kjaradeilu ASÍ og SA. Miðstjórn ASÍ sendi frá sér harðorða ályktun vegna málsins( sjá heimasíðu ASÍ) og í dag var forsætisráðherra mjög harðorð í garð LÍÚ á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar.  Enda sér LÍÚ ástæðu til að mótmæla málflutningi ráðherra og miðstjórn ASÍ.  (sjá heimasíðu LÍÚ) .  

Eins og fram hefur komið í málflutningi forseta ASÍ getur Alþýðusambandið tekið undir það sjónarmið SA að eyða þurfi óvissu um fiskveiðistjórnun og fulltrúar SGS og Sjómannasambands Íslands sátu í sáttanefndinni og tóku virkan þátt í starfi nefndarinnar og vissulega stöndum við við bakið á fulltrúum okkar þar og styðjum að unnið verði áfram skv. tillögum nefndarinnar. 

Það sem hins vegar gerðist í byrjun janúar var að eftir að sambönd Alþýðusambandsins höfðu farið í mikla vinnu til að kanna vilja aðildarfélaga til að standa að 3ja ára samningi með samræmdri launastefnu – samningi sem byggði á því að kaupmáttur myndi fara hægt vaxandi og í samræmi við tillögur SA komu fulltrúar SA með nýjar kröfur inn á borð.Það voru kröfur um að ekki yrði skrifað undir nýja kjarasamninga – þ.e. heildarkjarasamninga fyrr en ríkisstjórnin hefði lokið stefnumótun í fiskveiðistjórnun – og að sú stefna væri ásættanleg fyrir SA. 

Sú sátt sem var að verða innan ASÍ um samræmda launastefnu til 3ja ára fór því fyrir lítið því ASÍ sleit samningaviðræðum við SA og hvatti aðildarsambönd og félög til að halda viðræðum áfram á grundvelli kröfugerða sinna. 

 

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags

a

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi