AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sigur í ósigri!

Í dag féll úrskurður félagsdóms þannig að boðað verkfall bræðslumanna á Austurlandi og í Vestmannaeyjum er dæmt ólöglegt, fyrir það að sáttafundir sem ríkissáttasemjari boðaði, stjórnaði og skrifaði fundargerð á, voru bókaðir í fundargerðabók embættisins sem óformlegir.

Þrátt fyrir vonbrigði bræðslumanna félaganna og forystumanna með að þurfa að blása fyrirhugað verkfall af vegna formgalla - formgalla sem ekki er hægt að rekja til vinnubragða félaganna - er það mat formanna AFLs og Drífanda eftir að hafa farið yfir dóminn með lögmönnum félaganna að með honum hafi félögin unnið mikilvægan sigur þar sem meginmálsástæður SA fengu ekki fulltingi dómstólsins.

Þannig úrskurðaði félagsdómur að félögunum hefði verið heimilt að krefjast viðræðna, vísa máli til sáttasemjara og boða til verkfalls. En þar sem ríkissáttasemjari tók málið aldrei formlega inn á borð til sín heldur varð samkomulag milli aðila um að reyna viðræður undir verkstjórn ríkissáttasemjara þótt "óformlegar" hafi verið, taldi félagsdómur að aldrei hafi reynt á formlega milligöngu ríkissáttasemjar og því hafi verkfallsboðun verið ólögleg skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Sá sem þetta ritar er ekki löglærður en það verður að viðurkennast að hér finnst okkur langt gengið í bókstarfstrú - gegn anda laganna þar sem ljóst er að öll skilyrði laganna voru uppfyllt nema hvað "ó" var ofaukið í fundargerðarbækur sáttasemjara - þ.e. fundir voru "óformlegir" í stað þess að vera "formlegir".

Tilgangur laganna hlýtur að vera sá að tryggja að ekki sé boðað til verkfalla fyrr en fullreynt er að ná samkomulegi og það var talið fullreynt undir verkstjórn sáttasemjara.

Dóminn má sjá hér  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi