AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verum virk og tökum afstöðu

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2011 var haldinn á Höfn í Hornafirði sl. föstudag og laugardag. Fundurinn tókst vel en hefur oftast verið betur sóttur en nú en alls voru um 40 trúnaðarmenn á fundinum.

Fundarefni var "Verkalýðshreyfingin og samfélagsleg ábyrgð og voru framsögumenn Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, og Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður EFlingar og fulltrúi ASÍ á Velferðarvaktinni.

Að auki fjölluðu trúnaðarmenn um lög félagsins og reglugerðir og gerðu tillögur til breytinga sem fjallað verður um á komandi aðalfundi.

Ályktun fundarins fer hér á eftir:

 "Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2011 telur að  AFL Starfsgreinafélag  og verkalýðshreyfingin öll hafi mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu – hvort heldur er í nærsamfélagi eða á landsvísu svo og í alþjóðlegu samhengi.Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi haft frumkvæði að flestum þeim málum samfélagsins sem bætt hafa stöðu launafólks og ber því skylda til að standa vörð um stöðu almennings  á þeim tímum niðurskurðar og skertrar þjónustu sem blasir við.Ársfundurinn bendir á að árangur fyrri ára má að hluta þakka því að forystumenn hreyfingarinnar voru ófeimnir við að beita sér af hörku á stjórnmálavettvangi og tengdust þá mismunandi stjórnmálaflokkum. Þannig höfðu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar aðkomu að stefnumótun í samfélagsmálum, bæði innan hreyfingarinnar og á stjórnmálavettvangi.Fundurinn varar  við þeirri þróun sem verið hefur síðustu ár að verkalýðsfélögin hafa axlað æ stærri hluta kostnaðar við velferðarkerfið og má nefna styrkveitingar sjúkrasjóða félaganna. Fundurinn áréttar að sjóðir verkalýðsfélaganna voru ekki settir upp til að greiða rekstrarkostnað opinberrar þjónustu heldur til að auka möguleika félagsmanna m.a. til menntunar og auka réttindi þeirra t.d. í veikindum.Trúnaðarmenn AFLs eru stoltir af félaginu sínu og vilja halda áfram að standa að fjölbreyttri starfssemi  sem AFL er aðili að og hefur komið að uppbyggingu á. Trúnaðarmenn hafa áhyggjur af þeim niðurskurði sem orðið hefur á framlögum ríkisins m.a. til Þekkingarnets Austurlands og af afkomu Starfsendurhæfingu Austurlands. Fundurinn telur að hér sé ráðist að mikilvægum grunnþáttum velferðarkerfis fólks á vinnumarkaði .Ársfundur trúnaðarmanna AFLs 2011 hvetur félagsmenn AFLS til að taka virkari þátt í starfi félagisns og bendir á að í árferði sem nú er felast mikil tækifæri til að efla stéttarvitund fólks og þá sérstaklega ungs fólks sem verður harkalega fyrir barðinu á niðurskurði á þjónustu.Fundurinn hvetur til aukinnar samvinnu við önnur verkalýðsfélög og að reynt að samnýta krafta, reynslu og þekkingu félaga með sambærileg starfssemi.Ársfundurinn hvetur félagsmenn hvort heldur er í forystu eða almenna félagsmenn til að láta sig málefni samfélagsins varða og standa vörð um gildi verkalýðshreyfingarinnar í þeirri umræðu. Fundurinn telur jafnframt að verkalýðshreyfingin eigi að taka afgerandi afstöðu til mikilvægra samfélagsmála."  

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi