AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

´Nýr kjarasamningur við ríkið

AFL Starfsgreinafélag, ásamt öðrum félögum innan SGS, gekk á miðvikudag frá nýjum kjarasamningi við ríkið. Samningurinn er áþekkur almennum kjarasamningi SGS að því frábrugðnu að samningstími er lengri eða til 31. mars 2014 og kemur því 38.000 króna eingreiðsla í lok samningstíma.

Samningurinn tryggir 50.000 eingreiðslu eftir samþykkt samningsins - en þó í hlutfalli við starfshlutfall mars - apríl 2011. Kauptaxtar hækka síðan um 12.000 eða 4,25% 1. júní 2011. Síðan um 11.000 eða 3,5% 1. mars 2012 og 11.000 eða 3,25% 1. mars 2013.

Atkvæðaseðla verður sameiginleg öllum félögum innan SGS og kemur atkvæðaseðill og kynningarefni í pósti næstu daga. Samningurinn verður birtur á kjaramálasíðu AFLs og er unnið að því að setja hann inn þar nú.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi