AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ályktun kjaramálaráðstefnu verkamannadeildar

thumb_kjaramala2011AFL Starfsgreinafélag hélt sína árlegu  kjaramálaráðstefnu verkamannadeildar nú um helgina. Að þessu sinni var fjallað um Evrópusambandið, hvort innganga í það væri kostur eða ekki fyrir launafólk. Málinu var velt upp frá flestum  hliðum.

Meðfylgjandi er ályktun ráðstefnunnar

Kjaramálaráðstefna AFLs  Starfsgreinafélags,   haldin  á Djúpavogi, 30. sept. - 1. okt. 2011,  telur að verkalýðshreyfingin eigi að taka forystu í upplýsandi umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið og þá sérstaklega um þá hlið er snýr að launafólki og afkomu þess.

Kjaramálaráðstefnan telur að þrátt fyrir ályktanir aðildarsambanda Alþýðusambandsins um aðild að ESB séu enn verulega skiptar skoðanir innan verkalýðshreyfingarinnar og því eigi einstök verkalýðsfélög ekki að taka virkan þátt í baráttu fyrir aðild eða gegn aðild en vera frekar í forystu í málefnalegri umræðu.

thumb_kjaram2011AFL Starfsgreinafélag telur að ljúka eigi samningaviðræðum og gefa þjóðinni tækifæri til að kynna sér samninginn og taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ráðstefnan telur  að einstakir forystumenn verkalýðsfélaga geti beitt sér í umræðunni – með eða móti – án þess að það hafi áhrif á stöðu þeirra innan forystu hreyfingarinnar.

Kjaramálaráðstefnan lýsir áhyggjum af byggðaþróun á Íslandi.  Svo virðist sem landlæg fólksfækkun sé regla frekar en undantekning á tilteknum landssvæðum og aðgerðir ríkisvaldsins séu í besta falli tilviljanakenndar og einkennist af kjördæmapoti og fyrirgreiðslu við hefðbundin fyrirtæki sem reyna að halda uppi fiskvinnslu í kvótalausum þorpum.

Kjaramálaráðstefnan kallar eftir markvissri byggðastefnu sem miðar að því að auka fjölbreytni í atvinnulífi, örva nýsköpun og stuðla að atvinnu sem byggir á tækni og þróun til viðbótar við  hefðbundnar atvinnugreinar – þar sem hagræðing og tæknivæðing fækkar sífellt störfum.

Hvort sem af aðild Íslands að Evrópusambandinu verður eða ekki er ljóst að án markvissra aðgerða til að styðja við sjálfbæra þróun á landsbyggðinni blasir ekkert annað við víða um land en áframhaldandi fólksflótti, einhæfara atvinnulíf og annars flokks þjónustustig heilbrigðis-og menntamála.

Kjaramálaráðstefnan lýsir áhyggjum af þróun efnahagsmála síðustu ár og því hvernig gjaldeyrishöft  og bág staða íslensku krónunnar rýra kjör launafólks.  Ráðstefnan telur að núverandi staða efnahagsmála geti ekki stuðlað að uppbyggingu og betri lífskjörum. Fundurinn telur  að núverandi stöðu efnahagsmála megi rekja til vanhæfni stjórnvalda síðustu áratuga.  Almenningur á Íslandi stendur nú uppi með skert lífskjör og dökkar framtíðarhorfur.

Aðild að Evrópusambandinu og upptaka Evru mun ekki sjálfkrafa leysa öll vandamál. Þjóðin þarf að leysa sín vandamál sjálf en fundurinn telur að upptaka nýs gjaldmiðils geti falið í sér ýmis tækifæri en um leið hættur.

Fundurinn telur umræðu um mögulega aðild að Evrópusambandinu vera ýmist  of flókna  og á tæknimáli sem almenningur skilur varla eða á tilfinningagrunni þar sem ýmist er  alið á þjóðernishroka eða gagnrýnislausri aðdáun á því sem erlent er.  Fundurinn telur  að það vanti  skýrari umræðu á “mannamáli”.  Fundurinn telur að verkalýðshreyfingin sé sá aðili sem hvað best er treystandi til að stýra  umræðunni.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi