AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu smærri fyrirtækja 13,8 milljarðar á ári

thumb_leggurÍ tengslum við gerð kjarasamninga í vor skapaðist umræða um hvernig minnka mætti svarta atvinnustarsemi og bæta viðskiptahætti í landinu. Árangurinn var átaksverkefnið „Leggur þú þitt af mörkum?“ sem unnið var í samvinnu Ríkisskattstjóra (RSK), ASÍ og SA. Heimsótt voru yfir tvö þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki í sumar og fengu 55% þeirra athugasemdir. Rætt var við sex þúsund starfsmenn og reyndust 12% þeirra vinna svart, flestir á Vestfjörðum. Tap þjóðarbúsins vegna svartrar atvinnustarfssemi nemur 13,8 milljörðum á ári.

Ákveðið var að afmarka átakið við lítil og meðalstór fyrirtæki með ársveltu undir 1 milljarði króna, skv. gögnum RSK. Þá var ákveðið að beina skoðuninni að því hvernig þeir aðilar sem voru heimsóttir uppfylltu kröfur er lúta að:
a) Tekjuskráningu og skilum á virðisaukaskatti.
b) Launa- og starfssambandi fyrirtækja og starfsmanna.
c) Réttindum og skyldum fyrirtækja og starfsmanna.
d) Vinnustaðaskírteinum þar sem við átti.

Af hálfu samstarfsaðilanna var jafnframt ákveðið að leggja sérstaka áherslu á þá þætti sem lúta að svartri vinnu og afleiðingum hennar og greina frekar þær upplýsingar sem átakið veitti um þann þátt. Rík áhersla var lögð á að nálgast viðfangsefnið með jákvæðum formerkjum, þar sem meginmarkmiðið væri að kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þætti.
Átakið hófst 15. júní 2011 og stóð formlega til loka ágústmánaðar, en frekari eftirfylgni og úrvinnsla gagna hefur staðið yfir síðan. Meðan á átakinu stóð voru 2.024 lögaðilar kannaðir með heimsóknum á 2.136 starfstöðvar um land allt. Þá voru skráðir 6.167 starfsmenn í þessum heimsóknum. Að jafnaði voru fjögur eftirlitsteymi að störfum, skipuð þremur til fjórum einstaklingum hvert og reynt að hafa einn frá hverjum samstarfsaðilanna í hverju teymi.

Helstu niðurstöður:
Áberandi var hversu mikið þekkingarleysi er á markmiðum og innihaldi laga og reglugerða um tekjuskráningu, virðisaukaskatt og staðgreiðslu sem og á kjarasamningum. Þetta eru alvarlegir áhættuþættir sem líklegt er að leiði til rangrar meðferðar á sköttum, gjöldum og kjarasamningsbundnum réttindum. Reyndust vera einhver frávik frá réttri framkvæmd hjá yfir helmingi fyrirtækja sem heimsótt voru eða í 55,3% tilfella.
Niðurstöður átaksins benda til þess að vantaldir skattar, gjöld og tekjur sem ekki skila sér til réttra aðila og tengjast svartri vinnu séu á ársgrunni 13,8 milljarðar króna, eingöngu vegna fyrirtækja sem eru með veltu undir 1 milljarði króna á ári.

Svört vinna er 12% – Niðurstaðan var að 737 (12,0%) einstaklingar af 6.167 starfsmönnum sem skráðir voru reyndust vera í svartri vinnu. Þessir starfsmenn voru hjá 16,0% fyrirtækja sem heimsótt voru.
Hvar eru flestir í svartri vinnu? – Niðurstaða þessa verkefnis sýnir að svört vinna er yfirgnæfandi mest í rekstri með veltu undir 150 milljónum króna á ári. Þar er að finna 91% af þeirri svörtu vinnu sem mælist samkvæmt reiknilíkani ríkisskattstjóra eða samtals 12,6 milljarðar.3

Töpuð réttindi – Ekki aðeins skila tekjur sér ekki í sameiginlega sjóði landsmanna, heldur eru afleiðingarnar lakari kjör einstaklinga og töpuð réttindi á vinnumarkaði.

Skortur á úrræðum - Til þess að stærsti hlutinn af þeim 13,8 milljörðum skili sér þurfa eftirlitsaðilar virkari úrræði. Rannsóknarúrræði eru til staðar, en þau henta illa í einföldum eftirlitsstörfum eins og þeim sem átakið beindist að. Skortur er á eftirlitsúrræðum sem beinast að einföldum brotum á lögbundnu verklagi við tekjuskráningu, skilum á virðisaukaskatti og launatengdum gjöldum. Þörf er lagabreytinga sem gætu skilað milljörðum á hverju ári í sameiginlega sjóði.

Þekkingarleysi - Áberandi er hve skortir á þekkingu á markmiðum og innihaldi laga og reglugerða um tekjuskráningu, virðisaukaskatt og staðgreiðslu, sem og á efni kjarasamninga.
Hér má lesa skýrslu um verkefnið Leggur þú þitt af mörkum? 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi