AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Niðurstaða umfangsmikillar viðhorfskönnunar birt í dag

thumb_konnun1,6% félaga AFLs hafa misst húsnæði sitt af völdum bankahrunsins 2008. Þetta kemur fram í umfangsmikilli viðhorfskönnun meðal félagsmanna AFLs sem framkvæmd var nú í haust. Unnið var með 1.500 manna úrtak og sá Capacent um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar.

AFL var í samstarfi við Einingu Iðju á Akureyri og voru nákvæmlega sömu spurningar spurðar í könnunum beggja félaganna, AFL og Eining byggðu á könnun sem Flóafélögin, Efling, Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og Hlíf í Hafnarfirði, hafa látið vinna fyrir sig undanfarin ár og var verið að framkvæmda á sama tíma og könnun AFLs og Einingar.

thumb_konnuneiniFélögin miða við að spurningar séu eins orðaðar, úrtak úr félagskrá eins unnin og tölfræðileg úrvinnsla eins þannig að samanburður milli félaganna og landshlutanna verði sem réttastur og raunhæfastur.
 
Meðal athyglisverðra spurninga má nefna að spurt er um viðhorf félagsmanna til félaganna og gæði þjónustu sem félögin veita. Ennfremur var spurt um áhuga félaga AFLs og Einingar Iðju fyrir enn aukinni samvinnu félaganna tveggja.
thumb_konnun-floabandalagid 
Í ljós kemur að almennt ríkir gott viðhorf til félaganna og félagsmenn eru almennt ánægðir með þá þjónustu sem þau veita en um 50% félagsmanna hafa sótt þjónustu til þeirra síðustu 12 mánuði. Mikill vilji er meðal félagsmanna til að AFL og Eining Iðja taki upp nánara samstarf.
 
AFL og Eining birta í dag niðurstöður könnunarinnar í heild og ennfremur birtum við niðurstöður könnunar Flóafélaganna. Flóabandalagið Launakönnun 2011     AFL Starfsgreinaélag Kjarakönnun 2011  Eining-Iðja Kjarakönnun 2011

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi