AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Þetta er ekki ríkisstjórn vinnandi fólks

Á fundi stjórnar AFLs í gærkvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt. Í henni er fyrirhugaðri skattlagningu á lífeyrissjóði almenns launafólk mótmælt svo og skattlagningu á inngreiðslur í séreignasparnað. Þá er svikum á samningi um hækkun almannatryggingabóta mótmælt og aðför að afkomu langtímaatvinnuleitenda. Ályktunin er í heild hér að neðan:

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags lýsir áhyggjum af þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem birtust svokölluðum „Bandormi“ og eru til umfjöllunar á alþingi.

Stjórn AFLs getur ekki skilið boðaða skattlagningu á félaga í almennum lifeyrissjóðum, svik á samningum um hækkun bóta almannatrygginga og skattlagninu á framlagi í séreignasjóð öðru vísi en sem ögrun við samtök launafólks á almennum vinnumarkaði.

Með „bandorminum“  er vegið að mikilvægum grundvallaratriðum:

1.   Áformuð er skattlagning á lífeyriseign félagsmanna almennra verkalýðsfélaga, sem mun þegar í stað leiða til skerðingar á lífeyri félagsmanna ASÍ félaga á meðan aðrir landsmenn fá sinn lífeyri óskertann. Ennfremur er réttindaávinnsla þeirra sem eru á vinnumarkaði og greiða til lífeyrissjóða á almennum markaði skert – á meðan aðrir fá að leggja sinn lífeyri fyrir óáreittir.

2.   Ríkisstjórnin svíkur loforð og samninga sem gerðir voru við lok almennra kjarasamninga í maí sl. með því að hafa um helming hækkana af bótaþegum almannatrygginga og þeirra sem njóta atvinnuleysistrygginga. Slíkt eykur enn á misrétti og lífskjaramun í samfélaginu.

3.   Áformaður 3ja mánaða sveltitími atvinnuleytenda sem verið hafa án atvinnu í 3 ár er skelfileg aðför að mannlegri reisn þeirra sem hvað verst fóru út úr bankahruninu. AFL Starfsgreinafélag vill minna á að úrræði og aðgerðir Vinnumálastofnunar fyrir þennan hóp eru alls ekki fullnægjandi.

4.   Skattlagning inngreiðslna í séreignasparnað er aðför að sparnaði almenns launafólks á meðan þeir sem hærri hafa tekjur og betri aðstöðu til samninga sleppa við skattlagninguna með þvi að þeirra framlag er falið sem aukið framlag launagreiðanda.

AFL Starfsgreinafélag telur að ofangreindar aðgerðir beri það með sér að núverandi ríkisstjórn getur ekki með nokkrum sanni talið sig stjórn „félagshyggjufólks“ og lýsir megnri skömm á þessum hluta bandormsins svokallaða.

Ríkisstjórn og starfandi „meirihluta“ á alþingi væri meiri sómi að því að reyna að koma böndum á hratt vaxandi fjármálamarkað sem virðist stefna í sömu átt og fyrr, með ofurlaunum, launaaukum og gylliboðum til almennings.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi