AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fyrirlestrar um staðbundið veðurfar

Dagana 11. og 12. janúar mun Austurbrú standa fyrir erindum um staðbundið veðurfar á Austurlandi. Fyrirlesari er Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, en hann hefur heimsótt bæi og þorp víða um land og rætt við heimamenn um hinar stóru breytur sem áhrif hafa á staðbundið veðurfar

Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn á Vonarlandi á Egilsstöðum. Þar verður farið í einkenni veðurlags á Austurlandi og einkum á Héraði. Rakið hver áhrif fjalla og dala eru á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað hversu mikil áhrif sjórinn og sjávarhitinn hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur á Austurlandi. Einnig verður fjallað um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi þeirra.
Seinni fyrirlesturinn verður í Safnahúsinu í Neskaupstað. Efnistök verða svipuð en sjónum beint að fjörðunum og þá einkum Norðfirði.

Sem fyrr segir er það Austurbrú sem stendur fyrir heimsókn Einars en verkefnið er styrkt af SÚN – Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað og Afli Starfsgreinafélagi.
Texti við mynd: Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.
Staður og tími:
Egilsstaðir - Vonarland, 11. janúar (föstudagur) frá 19:30 til 22:00.
Neskaupstaður – Safnahúsið, 12. janúar (laugardagur) frá 13:00 til 15:30.
Ókeypis er á báða fyrirlestra.
Frekari upplýsingar veitir:
Jón Knútur Ásmundsson, verkefnistjóri hjá Austurbrú.
Sími: 895 9982.
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Heimasíða: www.austurbru.is

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi