AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vinnumiðlun og vinnumarkaðsúrræði

thumb_atvinnuleitendurFrá 1. júní 2012 tók AFL Starfsgreinafélag yfir þjónustu við þá atvinnuleitendur á Austurlandi sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ.

Nokkur stéttarfélög á Austurlandi, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eru aðilar að þriggja ára tilraunaverkefni sem tekur við hlutverki vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða af Vinnumálastofnun fyrir félagsmenn þeirra sem eru atvinnuleitendur. Tilraunaverkefnið er skipulagt af Starf-vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), sem er félag sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnsettu til að halda utan um verkefnið og annast faglega stýringu þess. Sérstakir atvinnuráðgjafar á vegum STARF hafa verið ráðnir af stéttarfélögunum til að annast þjónustuna.

AFL Starfsgreinafélag sér um þjónustuna við þau stéttarfélög á Austurlandi sem eru aðilar að ASÍ.
AFL Starfsgreinafélag er með þjónustumiðstöðvar um allan fjórðung og er starfsfólkið boðið og búið til þess að veita ykkur þá þjónustu sem þið þurfið. Auk þess hafa þær Karen Erla Erlingsdóttir og Erla Jónsdóttir sérstaklega verið ráðnar í þetta verkefni.
Karen Erla Erlingsdóttir s. 4700320 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Erla Jónsdóttir s. 4700321 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi