AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verðbólgan er þér að kenna!

Skv. auglýsingu sem Samtök Atvinnulífsins sýndi í gærkvöldi er verðbólga launafólki að kenna og þeirri ósvífni launafólks að krefjast hærri launa.  Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands er ekki á sama máli og sá ekki ástæðu til að mæta á boðaðn samningafund í morgun. Þess í stað var stóra samninganefnd SGS boðuð til fundar í dag og ályktunin sem birtist hér neðan á síðunni samþykkt.  Ennfremur var samþykkt að leita samráðs við önnur landssambönd vegna komandi kjarasamninga.

Samningaviðræður AFLs Starfsgreinafélags vegna samninga sem renna út núna um mánaðarmótin eru í biðstöðu eða hægagangi. AFL á í viðræðum við ALCOA Fjarðaál vegna kjarasamnings AFLs og RSÍ. Viðræður ganga hægt en þokast og er m.a. beðið eftir að sjá þróunina á almenna markaðnum.  Samtök atvinnulífsins neituðu í upphafi sérstökum viðræðum um endurnýjun fiskimjölssamnings - en AFL óskaði þá eftir að ríkissáttasemjari gæfi út viðræðuáætlun sem hann og gerði.  Einn samningafundur hefur verið haldinn og annar fyrirhugaður. Ekki eru komin viðbrögð á kröfugerð AFLs sem er í sama anda og kröfugerð SGS.

AFL Starfsgreinafélag hefur gert kröfu á sérstakan kjarasamning um störf á vegum undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls - enda í mörgum tilfellum eru starfsmenn undirverktaka að vinna sömu störf og starfsmenn ALCOA og AFL gerir því kröfu um sömu laun.  Samtök atvinnulífsins hafa alfarið neitað viðræðum um slíkan samning og að endingu eftir ítrekaðar tilraunir til að fá viðræður við atvinnurekendur - vísaði AFL deilunni til ríkissáttasemjara.  Sáttasemjari boðaði aðila til fundar í liðinni viku - og lagði AFL þar fram kröfur félagsins - sem eru einfaldlega "sömu laun fyrir sömu vinnu" og sambærileg kjör fyrir sambærileg störf.  Þeir undirverktakar sem eru stærstir hjá ALCOA Fjarðaál eru VHE, Launafl, Lostæti, Fjarðaþrif, Securitas, Brammer, Eimskip og Gámaþjónusta Austurlands.  Ekki eru öll þessi fyrirtæki í SA og hefur AFL vísað vinnudeilu við þau sem standa utan, sérstaklega til ríkissáttasemjara. Ekki hafa verið boðaðir fundir með þeim fyrirtækjum.

Aðalkjarasamningsumboð AFLs liggur hjá Starfsgreinasambandinu með fyrirvara vegna ofangreindra sérstöku kjarasamninga, þ.e. vegna ALCOA, fiskimjölsverksmiðja og vegna undirverktaka á ALCOA lóð.  Samtök Atvinnulífsins sem hafa naldið því fram að t.d. fiskimjölssamningurinn sé í raun hluti aðalkjarasamnings - þó svo að Félagsdómur hafi í febrúar 2011 tekið sérstaklega fram að sá kjarasamningur hafi sömu stöðu og sjálfstæðir kjarasamningar, brugðust við kröfu AFLs um sérstakan kjarasamning á athafnasvæði ALCOA með því að vísa aðalkjarasamningi AFLs einnig til sáttasemjara.

Það skapaðist við það nokkur óvissa þar sem AFL var þegar búið að veita SGS umboð til gerðar aðalkjarasamnings - og er það sjónarmið því uppi núna að með því að vísa aðalkjarasamningi AFLs hafi SA með því vísað allri kjaradeilu SGS til ríkissáttasemjara og er boðaður fundur hjá sáttasemjara nk. mánudag um þessa stöðu.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi