AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Stefnir í góða kjörsókn

100% þátttaka hjá Toppfisk á Bakkafirði

 Atkvæðaseðlar í kosningu um nýgerða kjarasamninga eru byrjaðir að berast í hús. Víða á félagssvæðinu hafa félagsmenn skilað atkvæðaseðlum á skrifstofur félagsins eða til trúnaðarmanna og í dag kom trúnaðarmaður AFLs Starfsgreinafélags hjá Toppfiski á Bakkafirði með atkvæðaseðla félagsmanna hjá Toppfiski.  Svo virðist sem 100% þátttaka hafi verið meðal félagsmanna starfandi hjá fyrirtækinu.

AFL Starfsgreinafélag hefur viðhaft póstatkvæðagreiðslur síðustu kjarasamninga og hefur þátttaka verið nálægt 30% sem er í hærri kantinum í samanburði við önnur félög. Í ljósi mikillar umræðu um nýgerða kjarasamninga leggur félagið áherslu á sem mesta þátttöku og í þessari viku auglýsir AFL í útvarpi og í prentmiðlum fjórðungsins.

Það er ljóst að það er mikill ágreiingur um nýgerða kjarasamninga og því teljar forystumenn AFLs nauðsynlegt fyrir samstöðu innan félagsins að sem flest atkvæði liggi að baki því hvort samningarnir verða samþykktir eða felldir.

Í allsherjaratkvæðagreiðslum sem þeirri sem AFL Starfsgreinafélag stendur fyrir, ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Félög sem halda kjörfundi - þurfa að ná 20% kjörsókn til að geta fellt kjarasamninga skv. lögum.

Í allsherjaratkvæðagreiðslum getur því eitt atkvæði ráðið úrslitum.

AFL Starfsgreinafélag stóð fyrir kynningarfundum víða um félagssvæðið og hittu forystumenn félagsins 6 - 800 félagsmenn að máli í síðustu viku á vinnustaðafundum og almennum félagsfundum.