AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Góður sigur í Héraðsdómi Austurlands

Félagsmanni AFLs Starfsgreinafélags fékk umtalsverðan „launaauka“ með dómi Héraðsdóms Austurlands sem kveðinn var upp í gær.  AFL Starfsgreinafélag höfðaði málið fyrir hönd félagsmannsins sem ráðin var á hótel á félagssvæðinu í fyrrasumar og vann á „tvískiptum“ vöktum – þ.e. hluta vinnudagsins að morgni og hluta seinnipart dagsins.

Félagsmanni AFLs Starfsgreinafélags fékk umtalsverðan „launaauka“ með dómi Héraðsdóms Austurlands sem kveðinn var upp í gær.  AFL Starfsgreinafélag höfðaði málið fyrir hönd félagsmannsins sem ráðin var á hótel á félagssvæðinu í fyrrasumar og vann á „tvískiptum“ vöktum – þ.e. hluta vinnudagsins að morgni og hluta seinnipart dagsins. 

Um þetta fyrirkomulag hafa verið deilur milli aðildarfélaga ASÍ og hótelhaldara um nokkurt skeið – en túlkun AFLs Starfsgreinafélags er að óheimilt sé að skipta vinnudegi með þessum hætti.  Félagið krafði því hótelið um laun fyrir tímana sem voru á milli vaktanna þannig að greitt yrði frá upphafi vinnudags til loka.  Einnig krafðist félagið greiðslu fyrir frítökurétt vegna skerðingar á hvíldartímaákvæðum, vetrarfrí vegna vinnu á stórhátíðardögum og greiðslu vegna skerðingar á ákvæðum um vikulegan frídag. 

Dómurinn féllst á allar kröfur félagsins og dæmdi hótelið að auki til greiðslu á málskostnaði.  Þriggja mánaða áfrýjunarfrestur er á málinu  - en búast má við að dómurinn hafi nokkuð fordæmisgildi verði honum ekki árfrýjað.

 

AFL hvetur félagsmenn sem er boðið er að  vinna tvískiptar vaktir til að vera í sambandi við næstu skrifstofu okkar.

 

pdf Dómur Héraðsdóms Austurlands um tvískiptar vaktir 19/03/2014,15:36 946.57 Kb

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi